Frænku og handavinnusýning - taka tvö

Frænkur mínar tvær hafa vaxið og dafnað vel síðan ég flutti seinast fréttir af þeim fyrir þremur vikum. Þær hafa báðar náð u.þ.b. 2500g og braggast vel.

Áætlaður fæðingardagur þeirra var 6. apríl miðað við fulla meðgöngu. Upphaflega var gert ráð fyrir að þær færu ekki heim fyrr en um áætlaðan fæðingardag en þar sem allt gengur vel getur vel farið svo að heimferð verði fyrr.

Ég hef nýtt þessar vikur til að ljúka því sem ég setti mér fyrir í prjónaskap. Peysur og sokkar voru tilbúin seinast en nú hafa bæst við húfur, buxur og vettlingar.

Í tilefni þessa fór ég í gær í dúkkuleik og fékk að klæða dömurnar í múnderinguna.

Alexandra Ásta er til vinstri en Bjarndís Erla til hægri.

IMG_7669IMG_7674

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_7678

IMG_7677


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis sprettur á þeim systrum, þær eru bara að fylla út í prjónlesið.

Ásdís (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:13

2 identicon

Myndaskapurinn í þér Kristjana.

Nína (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Myndarskapur í ykkur systrum myndi ég segja. 

Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband