Frænku- og handavinnusýning

Þessi færsla er tvöfalt mont. Annarsvegar vil ég sýna ykkur frænkur mínar og dugnaðarforkana Alexöndru Ástu og Bjarndísi Erlu. Þær stækka hratt og dafna vel. Báðar komnar úr hitakassa og í vöggu. Það eru mikil tímamót því þá eru þær miklu nálægari og geta farið í föt.

Talandi um föt. Ég hef setið við eins og gamalli móðursystur sæmir og prjónað. Peysur, húfur, sokka hef ég lokið við en áætlunin hljóðar upp á vettlinga og buxur til viðbótar.

Þar sem dömurnar geta farið í föt þá brá ég mér í dúkkuleik í dag og módelin mátuðu handavinnuna.

Alexandra er til vinstri en Bjarndís til hægri. Nú er Alexandra ca 1700g (hún fæddist 1260g) en Bjarndís ca 1500g (hún fæddist 1190g).

IMG_7638

IMG_7642

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju með þær. 

Þú hefur lært meira en ég í handavinnu í den. 

Anna Einarsdóttir, 12.2.2009 kl. 19:21

2 Smámynd: Ragnheiður

Flottar skvísurnar í flottum fötum

Ragnheiður , 12.2.2009 kl. 19:34

3 identicon

Þær eru ótrúlega flottar :) og heppnar að eiga svona góða og flinka frænku.

Ásdís (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegar dúllur og handavinnan flott

Sigrún Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með þennan áfanga - að fá þær í vöggu! Þær eiga sko eftir að spjara sig.

Handavinnan er glæsileg og flíkurnar munu greinilega endast þó nokkuð lengi... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2009 kl. 02:49

6 identicon

Vá, ekkert smá flottar, en peysurnar virka miklu stærri núna en þegar ég sá þær í saumó :-) En til lukku með kraftaverkin.

Kv.

Villa

Vilborg Hjartardottir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband