Að kaupa sér syndaaflausn

Ótrúlegir fjármunir hafa safnast á fárra manna hendur nú seinustu ár. Dæmi eru um að þessa menn nagi samviskan.

Einn mætti í Kastljós sjónvarpsins á dögunum og var ekki laust við að mætti greina samviskubit.

Annar hefur stofnað velgjörðasjóð. Í stjórn þess sjóðs er svo þriðji maðurinn sem rakað hefur að sér ótrúlegum upphæðum.

Það er hins vegar ekki hægt að kaupa sér syndaaflausn. Allra síst með því að standa í auglýsingum á því samhliða.

Ég vil hins vegar benda þessum mönnum á að það er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá t.d. Rauða Krossinum hér á Íslandi. Það er meira að segja hægt að gera það án þess að láta taka mynd af sér í blöðunum. Þannig geta þeir kynnst Íslendingum á Íslandi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæra

eins og oft áður skrifar þú það sem ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa um. Man eftir umfjöllun Moggans um þennan blessaða velgjörðarsjóðsmann og konu hans. Slegið upp að þau væru í Afríku að vinna og bla bla. Husaði nákvæmlega það sama og þú ... hvað eru eiginlega margir að vinna að velgjörðarmálulm sem hægt hefði verið að gefa peninga í. Rauði krossinn, Amnesty, Barnaheill og ég veit ekki hvað og hvað. Nei hégóminn er svo að kæfa þetta lið að það varð að láta SITT nafn koma skýrt og greinilega fram!!

Innilega til hamingju með frænkurnar og þú ert afskaplega myndarleg handavinnukona. 

Bylgja Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband