Svarið fæst í kosningum í vor

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum fyrir viku síðan óttaðist ég mjög að þeir næðu vopnum sínum og myndu slá ryki í augu kjósenda á komandi vikum. Pólitískt minni kjósenda er svo ótrúlega stutt og það var strax ljóst að ekki átti að slá slöku við í áróðrinum.

Eftir lestur á ritsnilld Davíðs Oddsonar sem birt er á heimasíðu Seðlabanka Íslands og ber yfirskriftina "Bréf formanns bankastjórnar til forsætisráðherra", er ég ekki alveg viss um að við þurfum að óttast þennan stjórnmálaflokk sem kennir sig við sjálfstæði, eins og ég áður taldi. 

Það sem kallað er bréf til forsætisráðherra minnir meira á bloggfærslu en formlegt bréf frá einum æðsta embættismanns þjóðarinnar. Stíllinn minnir á skólakrakka í fýlu.

Það er spennandi svo ekki sé meira sagt að fylgjast með hverjir, hvernig og hversu ákaft menn treysta sér til að verja formann bankaráðs Seðlabankans.

Enn áhugaverðara verður að fylgjast með viðbrögðum almennings. Hversu auðtrúa er fólk á þann áróður sem Sjálfstæðisflokkurinn mun beita í þessu máli?

Svarið fæst í kosningunum í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama gamla tuggan, en þið talið ekkert um ráðningarnar í stjórn LÍN allir úr Vinstri Grænum, það hlítur að vera allt í lagi ekki satt, ef þetta hefði verið sjálfstæðismenn þá væri allt orðið vitlaust

gormur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:09

2 identicon

Almenningur er mjög auðtrúa úr því hann trúir því virkilega að brýnasta málið í þjóðfélaginu sé að koma Davíð Oddssyni frá völdum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru örugglega 50 sjallaguttar á launum við að kommenta út um allt, sbr. hér fyrir ofan og verja sjallana og dabba labbakút og þeir eiga allir eitt sameiginlegt;  enginn gefur upp fullt nafn.

Ég myndi líka stórskammast mín ef ég væri svo vitlaus að styðja eitt stykki efnahagshrun svo ég skil vel þetta nafnleysi. 

Anna Einarsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi ekki afskrifa neitt varðandi Sjálfstæðisflokkinn og úrslitin í vor. Við skulum ekki gleyma því að þar innan veggja er mökkur af lögfræðingum, hagfræðingum, endurskoðendum, auglýsingafólki og öllu mögulegu, sem verður óspart notað til að pússa ásýndina fyrir kjósendur.

Svo er annað sem gæti komið þeim flokki sérlega vel og það eru ný framboð.  Atkvæði þeim greidd munu trúlega koma mesta frá þeim sem ella hefðu stutt VG eða Samfylkinguna og það styrkir Sjálfstæðismenn.

Það besta sem gerðist væri að ný framboð komi ekki fram nú og það fólk gengi þess í stað til liðs við SF eða VG og styrkti þar með möguleikana á að núverandi stjórn sitji áfram.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband