Íþyngjandi eftirlit

Birt hafa verið drög endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins um hvað flokkurinn hefði getað gert betur á undanförnum árum. Við lauslega yfirferð sýnist mér að nefndin hafi verið mjög sjálfsgagnrýnin og fátt í þessum drögum sem samræmist stefnu eða gerðum flokksins á undanförnum árum.

Eitt augnablik óttaðist ég að með þessu myndi flokkurinn ná sér í fylgi út á gagnrýni á eigin verk og þetta myndi ná því að vera e.k. uppgjör við fortíðina.

Það varð mér því mikið gleðiefni að heyra í formanninum í kvöldfréttum RUV í kvöld:

"Þetta eru aðeins drög frá litlum hópi manna.........þeir bera sjálfir ábyrgð á sínum skrifum......tala ekki í nafni flokksins...........endurreisnarnefndinni er ætlað að líta til framtíðar............aðrir eru að glíma við það að finna hvað fór úrskeiðis á undanförnum mánuðum og árum.......flokkurinn muni gera upp við fortíðina......það sé ekki verkefni endurreisnarnefndarinnar....stefna flokksins um að lögbundið eftirlit mætti ekki íþyngja fyrirtækjum var ekki brotalöm......það var auðvitað eðlilegt að íþyngja ekki atvinnulífinu með kostnaði í tengslum við eftirlit.........það var ekki frelsisvæðingin sem fór með okkur.........heldur hvernig menn fóru með frelsið........."

Æi, elsku kallinn minn.

Skv skilningi Geirs var það hvernig menn fóru með frelsið vandinn, ekki frelsið sjálft. Samt mátti alls ekki hafa eftirlit með því hvernig með frelsið var farið.

Ef hægt er að fara með frelsið þannig að annar eða þriðji aðili beri skaða af, þá er full ástæða til að hafa eftirlitskerfi.

Þannig er það bara kæri Geir, við verðum bara að horfast í augu við það að við höfum ekki þroska fyrir frelsi, við erum bara of gráðug.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi árið 2007 eftirfarandi:

Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur.

Ef flokkurinn gerir sér ekki grein fyrir að í þessu er fólgin uppskrift af misnotkun á frelsinu þá hefur hann ekkert lært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband