Við sökkvum stöðugt dýpra

Hvert kvöld fer ég að sofa með þá hugsun í kollinum að nú sé botninum náð og það sé útilokað að fréttir morgundagsins eigi eftir að stuða mig á sama hátt og fréttir dagsins sem sé að líða.

Nánast hvern dag koma nýjar fréttir sem stuða mig litlu minna en fréttir dagsins á undan.

Botninum er hvergi náð.

Hér koma tenglar á þær fréttir sem hafa stuðað mig í dag:

Fyrsta fréttin er hér.

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja, í aðdragandanum að falli þeirra.

Þetta segja þeir þrátt fyrir að sonur annars sé forstjóri Exista og sonur hins framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða.

„Ég held að hvergi sé hægt að finna nokkurn mann [til að rannsaka þetta] sem er ekki í tengslum við einhvern sjóð, banka eða fyrirtæki. Ég held það verði að stíga varlega til jarðar áður en farið er að tala um vanhæfi á þessu stigi,“ sagði Valtýr.

Þetta er einmitt kjarni málsins, á þessu litla landi, sérstaklega í ljósi þess að háttsettir embættismenn eru furðu oft tengdir ónefndum stjórnmálaflokki þá er erfitt að finna menn sem ekki eru tengdir inn í þessi fyrirtæki. Það sem stuðar mig hins vegar að maðurinn skuli nota það sem röksemd fyrir því að það sé í lagi að hann taki þátt í rannsókninni.

Sá tími er liðinn að við kaupum þannig rök. Það er algerlega ljóst að hér er þörf á erlendum óháðum aðilum til að sjá um rannsóknina.

Viðbót 31. nóv: sjá einnig hér.

Næsta frétt sem stuðar mig er fréttin um Birnu Einarsdóttur nýráðinn bankastjóra Glitnis og kaup hennar á hlutabréfum í Glitni sem hún aldrei borgaði og á nú eru þessi viðskipti "týnd", sjá r og hér.

Það sem stuðar mig er að þetta mál kom upp í vikunni. Það mallar og ekki er að sjá að neitt eigi að gera í málinu. Hvernig eigum við að bera traust til "nýju" bankanna ef ekki er hægt að taka af festu á svona strax? Ef þessi viðskipti eru ekki hafin yfir allan vafa á konan að víkja, og það strax og ekkert hik.

Seinasta atriðið er nú það sem gerði mig alvitlausa. Það er vitnisburður bankamanns á eyjan.is sjá hér:

Mér finnst þetta svo merkilegt að ég birti þetta hér að neðan:

Frá bankamanni

Smá saga af því sem er að gerast innan bankanna þriggja núna - staðfest frá fyrstu hendi þar sem ég er einn af þeim sem þetta á við. Finnst siðferðisleg skylda mín að láta vita af þessu.

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Hvaða sanngirni er þetta - ef losa á ákveðinn hóp undan skuldbindingum, af hverju á það ekki við alla. Þetta þarf að fá á hreint frá Björgvini G., formönnum skilanefnda og/eða núverandi bankastjórum.

Annað að fjölmargir framkvæmdastjórar seldu eitthvað að bréfum vikuna fyrir hrunið - FME hlýtur að rannsaka það og bakfæra slík viðskipti, við treystum þeim til þess (eða ekki!).

Svona lagað má ekki viðgangast og við hljótum að krefjast rannsóknar strax. Hér verða fjárglæframenn innan bankanna sem hafa spilað með eigið fé að sitja við sama borð og allur almenningur. Annað er ólíðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk Einar, viltu plís hringja í Derrick!

 Ef við sleppum öllu gríni þá vek ég athygli á að ekkert var fjallað um mál Birnu Einarsson í kvöldfréttum RUV, Stöð 2 eða sjónvarpsins.

Líklega þykir svona ekki fréttnæmt lengur.

Hvað varðar mál bankamannsins þá er það náttúrulega bara saga sem send var inn og auðvelt að ljúga upp. En alvarleikinn er slíkur að ég geri kröfu til þess að sannleiksgildið sé skoðað.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.10.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vissulega eru málefnin.com ekki áreiðanlegasta heimildin í bransanum. Get samt ekki stillt mig um að setja inn þennan link:

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=110255&st=0

Ef 1/100 af þessu á við rök að styðjast þá búum við í gerspilltu samfélagi sem ég veit ekki hvernig á sér viðreisnar von.

Hvar eru fjölmiðlar?

Það getur vel verið að þetta sem fjallað er um þarna og saga bankamannsins á eyjan.is sé eingöngu sögusagnir. En mál Birnu Einarsdóttur er það ekki. Um það er lítið fjallað.

Um þessi mál hafa þó birst eftirfarandi fréttir:

http://www.visir.is/article/20081030/VIDSKIPTI06/626602522/-1

http://www.vb.is/frett/1/49186/seldu-aldrei-bref-i-kaupthingi

Verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg upp í þessar fréttir en mér finnst einhvern veginn að það sé verið að fela eitthvað. Vonandi er ég bara vitlaus og tortryggin að óþörfu.

Það er ekki oft sem maður óskar þess að vera svo heimskur að maður sé bara að misskilja fréttirnar.

Kristjana Bjarnadóttir, 31.10.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband