Sunnudagur, Silfur Egils og gömul mynd

Ég hef mikið hugsað undanfarna daga og marga pistla samið í huganum. Það geri ég iðulega þegar ég er í ræktinni, úti að hlaupa eða bara heima í eldhúsinu.

Í Silfri Egils í dag var rætt við Jón Baldvin Hannibalsson. Hann sagði allt sem ég hef hugsað þannig að ég sleppi formlegum skrifum í dag. Hvet hins vegar alla til að hlusta á Jón. Orð hans um hverslags hindrun stjórn Seðlabankans í vitrænni ákvarðanatöku hefur verið, var mjög svo athyglisverð. Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið við Jón.

Í tilefni þess sunnudags ætla ég að birta gamla mynd svona til að létta mér og lundina.

eb-9trim

Þessi mynd er úr albúmi Bentu frænku minnar. Á henni eru:

Efsta röð: Örn, Guðbjartur, Bjarni, Hrafnkell

Miðröð: Hvítklæddur karlmaður (?), Kristjana amma, Alexander afi, karlmaður (?), karlmaður (?).

Neðsta röð: Sigríður, Guðrún, Magndís Benediktsdóttir, Valdimar Sigurðsson

Bjarni er faðir minn, Guðrún, Guðbjartur og Hrafnkell eru föðursystkini mín og Magndís er langamma mín.

Myndin er líklega tekin 1938.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mynd vekur hjá mér væntumþykju þó ég þekki ekkert þetta fólk. Þetta er fólkið sem skilaði okkur arfleyfðinni sem við erum búin að fara með í norður og niðurfallið. Ég vona að allir þeir sem af virðingarleysi við forfeður sína hafa höndlað af græðgi og sérhagsmunahyggju læri að skammast sín.

Varðandi "slímusetu" ráðamanna(eins og umræddur Jón Baldvin orðaði það eitt sinn svo skemmtilega) þá er það sannarlega uggvænlegt að við skulum gera okkur að góðu að þeir hinir sömu loki sig af með alla gluggahlera í lás svo ekkert ljós að utan kemst inn. Við kunnum ekki að gera kröfur við bíðum eftir að þeir þekki sinn vitjunartíma og segi af sér. Við fussum og sveium "í kaffistofum". Það er of seinvirk aðferð. Hvernig væri að þeir hrökkluðust frá með hraði??? Við viljum kosningar og við viljum kjósa menn og konur með málefni ekki þetta ormétna flokkakerfi þar sem það gengur fyrir að stunda orðhengilshátt um ekki neitt. Allt fyrir flokkinn. Þetta eru sértrúarsöfnuðir sem láta pólitíska tilvist sína ganga framar þjóðarhag. Þeir slímusitja og halda að með því losni þeir við það sem þeir óttast mest. Að þurfa að viðurkenna mistök sín. Er það ekki stórmannlegt og líklegt til árangurs??

olina (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk Ólína. Mér er mikilvægt að fá viðbrögð.

Almenningur á höfuðborgarsvæðinu hefur möguleika á að segja skoðun sína og mótmæla misbeitingu valds nk. laugardag kl 15.00 með því að mæt á Austurvöll.

Við Ásdís mætum. Vonandi hafa fleiri vaknað.

Kristjana Bjarnadóttir, 22.10.2008 kl. 11:50

3 identicon

sæl frænka.

kvitta fyrir komuna.  

Sigga Eyrún frænka (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband