Reuters fréttastofan segir 4X fleiri hafa verið á Austurvelli en íslenskir fjölmiðlar

Ég mætti á Austurvöll í gær og gladdist í hjarta mínu yfir að þó nokkur fjöldi fólks sá ástæðu til að mæta þar og sýna með nærveru sinni að því væri ekki sama hvernig yfirvöld fara með vald. Þarna var fólk af öllum þjóðfélagsstéttum, eldri konur í pelsum, róttækir unglingar og allt þar á milli.

Íslenskir fjölmiðlar fullyrtu (visir.is, mbl.is, sjónvarpið) að þarna hefðu verið saman komin um 500 manns. Stöð 2 sagði lögregluna hafa gefið upp þá tölu.

Því þykir mér merkilegt að Reuters fréttastofantelur að þarna hafi verið meira en 2000 manns. Þessi tala finnst mér mun líklegri miðað við þá tilfinningu sem ég fékk af því að standa þarna og ef þið skoðið myndir Reuters þá sést að þetta var mun fleira fólk en 500 manns.

Hvernig stendur á þessum mun?

Það er verulegt áhyggjuefni ef íslenskir fjölmiðlar sjá sér hag í því að gera lítið úr þessum mótmælum. Enn meira áhyggjuefni er ef lögreglan tekur þátt í að gefa upp rangan fjölda.

Ég vona að þetta sé eina dæmið um rangan og villandi fréttaflutning íslenskra fjölmiðla. Ég hins vegar óttast að svo sé ekki.

Viðbót: Ég bendi á umfjöllun Láru Hönnu um þetta sama efni.

ps: Á ögurstundu falla öll prinsipp. Ég hef haft þá reglu að birta aðeins eina færslu á dag. Nú fellur sú regla, biðst forláts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Ég ritaði nú einnig bloggfærslu um mótmælin sem ég var viðstaddur. Þetta er svipað niðurstöðunni hjá mér að þarna hafi veirð um 2000 manns því þegar leið á, fylltist Austurvöllurinn af fólki. Blaðamaðurinn var greinilega ekki á svæðinu heldur tók einungis saman tvær tilkynningar í eina frétt og það sem er alvarlegast, er að tilkynningin um 500 manns virðist hafa komið fram stuttu eftir kl. 3, ekki eftir mótmælin öll.

AK-72, 19.10.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Hvítur á leik

Þá er bara að endurtaka málið og þá að mótmæla ríkisstjórninni vegna aðgerðarleysis! Við mætum...

Hvítur á leik, 19.10.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

aumkunarvert þetta fólk, sem hýrist þarna. Fyrsta vandamálið að þurfa að reyna að sannfæra heimsbyggðina að hafi verið þarna fleiri en sagt er (sorglegt) Hvað voruð þið að meina? hver var tilgangurinn? hvers ætluðuð þið að fá framgengt? Dæmi um prump sem virkar ekki

Oddur Helgi Halldórsson, 19.10.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Oddur þú ert að misskilja. Ég er ekki að reyna að sannfæra heimsbyggðina um hversu margir mættu þarna enda á ég ekki von á að heimsbyggðin lesi bloggið mitt. Ég er að benda á misræmi í fréttaflutningi og velta fyrir mér í hverju það liggur. Einnig læðist að mér sú hugsun að þeim íslensku sé ekki treystandi ef þeir geta ekki talið nema upp að 500.

Fólkinu sem þarna mætti misbýður hvernig farið er með vald. Kanntu aðra leið sem virkar betur til að koma því á framfæri?

Kristjana Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: H G

Kæra Kristjana!  Röng talning lögreglu og Mogga á mótmælendum - (deilt í með a m k 4!) er ekki ný bóla þegar mótmælt hefur verið á Íslandi sl. 50 - 60 ár. Oftast líkaði Moggaeigendum illa mótmælabröltið - Þeirra félagar réðu lögum og lofum á landinu  amk Reykjavík. Fróðlegt væri að vita af hverju sömu aðferðir eru enn við lýði, með breyttu eignarhaldi Mogga   - Er þetta bara gamall vani hjá löggunni og fjölmiðlar apa svo upp það sem þeim er sagt, ekki það sem sjá?

Oddi Helgasyni sem skrifar hér að ofan finnst leiðrétting á fréttum ómerkilegt mál.  Telur að 'heimsbyggðinni' komi ekkert við hve margir mótmæltu stjórnarháttum hér á Austurvelli í gær. Einhver vindgangurgangur virðist einnig hrjá hann. "Aumingja maðurinn" hefði amma sagt.

H G, 19.10.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Oddur er æpandi dæmi um fólkið sem ég skrifaði um á föstudaginn - ásamt nokkrum fleiri sem ég hef séð á ýmsum bloggum. Fólk sem vill betri stjórn sem ekki fer með okkur á hausinn finnst honum aumkunarvert.

ÞAÐ er aumkunarvert.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:37

7 identicon

Ég mætti á laugardaginn með Kristjönu vinkonu minni og mæti þann næsta líka ef þarf. Oddur Helgi þarf ekkert að aumka sig yfir okkur. Ég tek undir með Kristjönu: Fólki í landinu misbýður hvernig farið er með vald.

Ásdís (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband