Í fréttum var þetta helst:

Þarf ég nokkuð að hafa formála að þessum? Held ekki. 

Fulltrúar skæla og skjálfa
skammast sín kunna þeir ei.
Samansafn barna og bjálfa
borginni stjórna og REI.

Minnislaus Villi villtur,
veit ekki rjúkandi ráð.
áfram enn er hann hylltur
halda mun áfram sú náð? 

Svo er það þingsályktunartillaga Kolbrúnar Halldórsdóttur og fleiri þingkvenna um bann við kaupum opinberra starfsmanna á kynlífi í ferðum erlendis. Til skýringa vísa ég á umfjöllun mína hér. Í þingsályktunartillögunni gleymdist að taka fram að starfsmönnum væri óheimilt að selja þessa "vöru".

Kynlíf mér Kolbrún bannar
að kaupa í ferðum um lönd.
Hlutur samt allt er annar
að aura fá fyrir í hönd

Erna systir mín og bloggvinkona kom með fyrripart í vikunni sem ég botnaði. Þar sem ég tel mig eiga helminginn af leirnum þá leyfi ég mér að birta hann hér (lítillega breyttan):

Áfram dagar ólmir æða
ekkert á því lát.
Viljum njóta vorra gæða
á völtum lífsins bát.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góður kveðskapur Kristjana. 

Anna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Glæsilegt - alltaf gaman að vel kveðnum vísum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:47

3 identicon

Hér umþaðbil að flæða,

þarf að kaupa bát

Ásdís (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Snilld og ekki bara snild heldur bráðskemmtilegt.

Er þú höfundurinn? Ef svo er þá til hamingju og halltu endilega áfram.

Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komdu sæl Kristjana.

Hefur þú lengi fengist við að setja saman vísur?

Fyrri vísan mjög fín af þessum tveinur fyrstu finnst mér, en sú seinni nokkuð "stirð" og stuðlarnir veikari.

En alltaf gaman að rekast á kveðskap, sá þetta inni hjá félaga mínum Jens.

Vísnakveðja.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Tja, ja hvað skal segja. Þakka góða gagnrýni.

Vísurnar eru mínar. Hef nú ekki gert mikið af þessu svona opinberlega. Mest hefur verið um skúffukveðskap að ræða. Einstaka sinnum hef ég opinberað mig á árshátíðum en komið í veg fyrir eftirprentanir. Eiginlega kom ég út úr skápnum með þetta á bloggsíðunni minni, ákvað að vera bara ánægð með mig og hætta þessum héraskap. Kalla þetta þó enn leir eða leik að orðum, sem þetta er. Kannski mætti ég vera duglegri við ritskoðun um hvað ég birti, betra lítið og gott en mikið og lélegt.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.2.2008 kl. 17:52

7 identicon

Svakalega er ég alltaf fljótfær, í athugasemd nr. 3 átti auðvitað að standa:

Hér er umþaðbil.....

En síðan þá er veðrið auðvitað búið að breya um ham og ég fylgi auðvitað með:

Áfram ólmir dagar æða

ekkert á því lát

Útilíf mun á mér græða,

gönguskíð´ útlát

(Skítt með allar reglur)

Kristjana mín haltu bara áfram svona, það er svo gott að hafa eitthvað annað að gera en glápa á imbann. Ekki er svo amalegt að hafa stuðning frá stóru systur:)

Ásdís (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

vísubotna vill hún fæða

vera alltaf ósköp kát.

Erna Bjarnadóttir, 9.2.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband