Minningarbrot - Böll

Við erum aftur komin í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi (eftir dálítið hlé).

Það voru oft böll á fimmtudögum. Lög með Slade og Nasareth voru vinsæl. Mest var varið í þetta ef "heimkeyrslan" fékk að vera með, þá stækkaði nú úrvalið til að dansa við.

Hver skyldi nú "vanga" við hvern? Endalaus spenna var í að fylgjast með því. Eða að velta því fyrir sér hvort maður ætti að þora................

Mesta fjörið var samt á kókballinu. Það var einu sinni á ári, í matsalnum. Þá var meira að segja hægt að kaupa kók. Stundum var meira að segja dubbað upp í skólahljómsveit sem spilaði. ´

Ég man enn eftir einni hljómsveitinni, þeir spiluðu lag sem hljómaði eitthvað á þessa leið "Daddy don´t live in New York City no more", hafði aldrei heyrt það áður og held ekki síðan, man bara eftir þessum frasa. Þeir voru bara nokkuð flinkir. Mig minnir að í hljómsveitinni hafi verið: Jónas, Atli, Skúli (allt strákar tengdir kennaraliðinu) og Valgeir frændi minn frá Miklaholti. Þeir voru bara ótrúlega góðir.

Ein saga þessu tengt ætti að vera bönnuð börnum þeirra sem voru í þessum skóla. Læt hana flakka þar sem ég tek ekki líklegt að þessi börn hafi áhuga á bloggi miðaldra kvenna.

Einhver kom þeirri sögu af stað að magnyl í kók ylli ölvunarástandi. Því varð það tískubylgja að hrúga magnyltöflum í kókflöskurnar. Ölvunarástand eða ímyndunarölvunarástand náðist í stöku tilfellum. Þessu fylgdi svo tilheyrandi veikindi og uppköst. Já, já, allur pakkinn. Ég er ekkert viss um að skemmtunin hafi verið eitthvað meiri fyrir vikið, það þurfti bara að prófa. Enda var þessi aldur mjög gjarn á tilraunastarfssemi, og er enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er málefni sem ég hef reynt að gleyma.... þ.e. böll í Laugargerði.  Ég var svo seinþroska að það vildi enginn dansa við mig nema tveir strákar í öllum skólanum.  Svei mér þá ef þeir gerðu það ekki af sömu ástæðu... nefnilega þeirri að það vildi enginn dansa við þá nema ég og ein, tvær aðrar. 

Anna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Þetta var auðvitað bara gaman, slökkva ljósin í loka laginu og svo var kapp, að kveikja áður en allir hættu að kyssast hehe.....

Erna Bjarnadóttir, 11.2.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahaha.........dett aftur til æskuárana......upplifði allt þetta sjálf nema að prófa magnilið fannst það mjög fáránlegt.........en hitt allt svo gaman

Daddy don´t live in New York City no more.......ég hef ábyggilega kirjað þennan texta oft og lagið er alveg að koma upp í hugan.

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband