Lítilsvirðing við kjósendur

Samúð mín undanfarna daga hefur verið með kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að þeir eigi betra skilið en þá framkomu sem þeirra fulltrúar hafa boðið þeim upp á. Fréttablaðið í dag skýrir frá því að "Forystumenn flokksins hafi ráðlagt Vilhjálmi að taka ekki ákvörðun fyrr en orrahríðin vegna REI málsins sé gengin yfir, þar sem almenningsálitið breytist hratt".

Þar höfum við það. Á mannamáli heitir þetta: "Forysta Sjálfstæðisflokksins telur að kjósendur sínir hafi ekkert pólitískt minni og muni gleyma þessu fljótt". Eða með mínum orðum: "Forysta Sjálfstæðisflokksins telur að fólk sé fífl".

Hvar er virðingin fyrir kjósendum?

Ég hef oft haft áhyggjur að stuttu pólitísku minni almennings. Kannski hefur forysta Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir sér. Ég hef í þessu tilfelli meiri trú á kjósendum hans en það.

Tíminn mun leiða þetta í ljós.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Eg mun aldrei gleyma þér..................

Erna Bjarnadóttir, 11.2.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þó ég búi ekki í Reykjavík þá er þetta eitthvað sem þjóðin mun aldrei gleima.

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 12:22

3 identicon

Eitt það fyrsta sem öllum pólitíkusum er kennt og þeir virðast ekki eiga í neinum vandræðum með að tileinka sér er að "fólk er fífl" og þannig koma þeir fram við það. Stundum er það rétt að við erum fífl en svo sannarlega ekki alltaf. Svo sannarlega eru Reykvíkingar ekki fífl í þessu máli.

Bylgja (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:44

4 identicon

Alltaf gaman þegar ég man eftir að kíkja á bloggið þitt Kristjana. Bæði að lesa það sem þér er efst í huga varðandi dægurmálin og ekki síður þegar rifjar upp það liðna.  
Áfram með smjörið, kv. Villa

Vilborg (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband