Úr heitapottinum

Í heitum pottum sundlauganna er ýmislegt skrafað. Pottarnir í sundlaug Seltjarnarness eru þar engin undantekning. Ég læt hér fljóta samsæriskenningu ættaða úr pottinum.

Margir einstaklingar sem tengjast Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eru með æði óhreint mjöl í poka sínum. Nægir þar að nefna lánabók Kaupþings þessari fullyrðingu til stuðnings. Sú flökkusaga gengur víða, í bloggheimum, kaffistofum og í heitu pottunum að lánabók Kaupþings hljómi sem barnasögur við hliðina á lánabók Landsbankans.

Nú sé hins vegar tekið að hitna æði hressilega undir elítunni í áðurnefndum stjórnmálaflokkum. Því hafi verið gefið algert skotleyfi á núverandi ríkisstjórn.

Stjórnarandstaðan lætur einskis ófreistað í andstöðu sinni gegn stjórninni og virðast málefni þar litlu skipta. Er með ólíkindum að fylgjast með forsvarsmönnum atvinnulífsins sem stundum hafa verið tengdir sterklega Sjálfstæðisflokknum, koma með hjáróma andóf gegn áköfum áróðri flokksmaskínunnar. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð um stöðu flokksins, það geta ekki verið hagsmunir umbjóðendanna sem ráða framgöngu ráðamannanna, þar eru einhverjir aðrir hagsmunir sem ráða för.

Ég og fleiri hafa furðað sig á þeim krafti sem lagður er í andóf stjórnarandstöðunnar, hvort sem er Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins gegn bæði icesave og ESB. Skiptir þar engu máli stefna flokkanna (sbr Framsókn og ESB) eða skuldbindingar ráðamanna í fyrri ríkisstjórn (sbr Sjálfstæðisflokkurinn og framganga þeirra varðandi Icesave sl. haust).

Skýringu fékk ég í heita pottinum um helgina, þessir flokkar verði að komast að kjötkötlunum til að hindra að fleiri steinum verði velt við. Með það markmið að leiðarljósi þá sé raunverulega allt leyfilegt. Þeir verði að sprengja ríksstjórnina, besta leiðin til þess sé að róa í þjóðernissinnunum í Vinstri Grænum og fá þá til að hafna Icesave frumvarpinu.

Eftir höfnun á því, sé stjórninni ekki stætt og þá sé eftirleikurinn auðveldur. Mögulega nýjar kosningar og þjóðin virðist sannfærð um að útlendingar séu okkur vondir og Icesave samkomulagið sé birtingarmynd þess. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur muni bjarga okkur frá samþykkt ríkisábyrgðar á því.

Það er ekki einleikið hversu sterkur áróðurinn fyrir þjóðernishyggju er þessa dagana. Það eru tilfinningar sem auðvelt er að kynda undir og þar erum við veikust fyrir, þar eru Vinstri Grænir líka veikastir fyrir.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þessi samsæriskenning er ekki verri en hver önnur!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög trúverðug kenning.

Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ég yrði nákvæmlega *ekkert* hissa, ef þetta væri raunin.

Einar Indriðason, 9.8.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þetta er pottþétt málið. Mér fannst svo "fyndið" um daginn þegar fullt af fólki ætlaði að færa sig úr Kaupþingi bara vegna þess að skíturinn þar er að vella upp á yfirborðið. Nú vantar whistle blower frá hinum bönkunum og það strax!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.8.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ekki verri kenning en hver önnur. Þegar traustið er ekkert og upplýsingarnar engar verða allar kenningar jafnvígar. Því má alveg jafn vel trúa þessu eins og því að þú sért sérstakur sendiboði stjórnvalda í Icesavemálinu til þessa að vinna landið undir erlend yfirráð, eða hvað þetta heitir allt saman í orðræðu þeirra sem mest er niðri fyrir. Við endum alltaf á vondum stað þegar að við getum ekki rætt skoðanir fólks án þess að leita að óheiðarlegum orsökum fyrir sömu skoðunum. Ég er persónulega á því að þingið eigi að hafna ríkisábyrgðinni á Icesavesamningnum en ég skil vel þá sem vilja semja og freista þess að skuldastaðan muni reddast einhvernvegin og brygsla þeim engar óheiðarlegar hvatir í því samhengi.

Héðinn Björnsson, 10.8.2009 kl. 07:32

6 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

En...

Af hverju birtir ríkistjórnin ekki bara lánabók Landsbankans og Glitnis ? Þar með er komið á hreint hvernig ALLIR bankarnir sukkuðu !

Fleirri en einn ráðherra hafa sagt að þeir vilji afnema bankaleynd yfir sukkinu.

STANDI ÞEIR NÚ VIÐ ÞAÐ !

Birgir Örn Guðjónsson, 10.8.2009 kl. 08:41

7 identicon

Finnst margt uppbyggilegra en að dreifa endalausum samsæriskenningum. Kannski vill stjórnarandstaðan einfaldlega ekki skuldsetja þjóðina meira en ábyrgðir standa til? Veit að þetta hljómar ekki eins spennandi í margra eyrum og ,pottakenningarnar' en gæti það mögulega verið ástæðan?

Steinar (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 08:58

8 identicon

Ætli lögreglan sé með æsing vegna skipunar frá Sjálfstæðisflokknum?

Rósa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:56

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Mikið til í þessu.

hilmar jónsson, 10.8.2009 kl. 12:21

10 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er einkenni um geðveilu að túlka allt sem árás. Þá hefur enginn leifi til að hafa

aðra skoðun. Og allt er plott til að hrinda þér frá völdum. Allir eru að plotta gegn manni.

Já Landsbankinn er rotinn að innan og óhreint mjöl mun blasa við.

Það er barnalegt að uppnefna þá sem eru ekki sammála manni, ég gruna ekki stjórnarandstöðuna um neitt annað en heilbrigða gagnríni.

Ég hef átt samskipti við margt af því fólki sem telur Icesave samningana stórvarasama með ríkisábyrgð.

Það er úr öllum flokkum. Ef þessi stjórn vill falla út af þessum samning þá má hún það, það er ekki nóg að segja bara að þetta sé vinstri stjórn og haga sér svo eins og arðræningi auðvaldsinns.

En það er annað sem er að gerast og það er það að fólk er að fá betri og dýpri upplýsingar um ESB og fólk mun verða meira og meira fráhuga samruna við ESB eftir því sem það fær betri upplýsingar. Og við það mun andstaða við inngöngu í ESb magnast þar til fylgi Samfylkingar verður að engu. Það væri vænlegast fyrir Samfylkinguna að hætta þessu evrópubrölti strax og taka þát í því að leysa vandann með álvöru lausnum sem innihalda ekki endinguna ESB og evra.

Gæti verið að gagrínin væri það hollasta sem til er ?

Vilhjálmur Árnason, 10.8.2009 kl. 14:00

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að því miður sé þetta það sem liggur að baki þessum sérkennilegu viðsnúningum stjórnarandstöðunnar, út og suður.  -  En þeir geta náttúrulega haldið svona áfram endalaust,  á meðan almenningur lætur þá draga sig á asnaeyrunum haldandi að  þeir séu að hugsa um Þjóðarhag.

Þakka þér fyrir þennan góða pistil.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2009 kl. 14:43

12 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er ekki samsæriskenning.

Ég man reyndar ekki eftir stjórnarandstöðu sem sem hefur ekki verið til í að beyta öllum meðulum til að knekja á ríkisstjórn. Þannig hafa Sjálfstæðismenn allata unnið í stjórnarandstöðu. þetta er fólk sem greiðir aldrei atkvæði með góðum málum þó það sé sammála þeim. Það situr bara hjá

Sævar Finnbogason, 11.8.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband