Hvíld og hugleiðing um matarræði

Eftir stífar göngur tvo daga í röð tók ég einn hvíldardag. Held það sé gáfulegt og sleppti hefðbundnum miðvikudagshlaupum.

Þetta æfingaprógramm mitt er að skila árangri og er ég hæstánægð með formið. Einnig hafa þyngdarbreytingarnar verið skv. áætlun. Það er ákjósanlegt að léttast ekki of ört. Þá gengur maður á vöðvamassann skilst mér en ef þetta gerist hægar má maður frekar vonast til að það sé spikið sem sé að leka af. Ég hef verið að missa ca. 500g á viku sem er fínt. Heildarþyngdartap þessar 4 vikur er 3,5 kíló.

Ég hef samhliða æfingum tekið á matarræði. Borða mikið af ávöxtum, léttjógúrti og skyri. Einnig geri ég mér oft salatdisk með iceberg salati, kirsuberjatómötum, mangó (eða öðrum ávöxtum), papriku, ostabitum og furuhnetum. Síðan set ég balsamik edik yfir. Þetta er mjög gott og seðjandi. Ég borða annars einnig allan almennan mat en sneiði hjá því sem er hitaeiningaríkt en tek ríflega af grænmeti og ávöxtum. Ég forðast helst brauðmeti, pasta og hrísgrjón.

Fyrir æfingar fæ ég mér iðulega banana og í fyrir heilsdagsgönguferðir fæ ég mér góðan morgunmat með músli. Í göngunesti hef ég flatkökur með hangikjöti og einnig hnetur, súkkulaði og brjóstsykur ef ég verð orkulítil.

Að lágmarki einn dag í viku leyfi ég mér að borða vel og það sem mig langar í, pizzur, grillkjöt með rjómasósu, bjór eða hvað sem er.

Ég hvorki vigta mat né tel hitaeiningar. Er bara meðvituð og legg áherslu á ómælt magn af ávöxtum og grænmeti. Árangurinn er greinilegur og mér líður miklu betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband