Hengill

Í gærkvöld, á fimmtudagskvöldi, dreif Hugrún göngufélagi minn í því að smala saman fólki í göngu á Hengilinn. Lagt var af stað um Sleggjubeinaskarð um kl. 19 og tók gangan um 4 og hálfan tíma, upp á tindinn Skeggja og til baka aftur. Alls voru gengnir um 13km. 

Við fengum milt veður og ágætt skyggni á leiðinni upp og fínt skyggni á toppnum, logn og frábæra stemmningu. Á niðurleiðinni skall á með þoku.

Þetta var frábær ganga, að vísu í lengra lagi sem kvöldganga en samt í góðu lagi.

Mér finnst ekki slæmt að hafa gengið á: Vífilsfell, Botnssúlur, Bláfjallahrygginn, Móskarðshnjúka, Hengilinn og Bjarnarfell í Biskupstungum á rétt rúmum hálfum mánuði.

Pínuánægð með mig.

Í dag verður hvíldardagur enda skal viðurkennt að það sat smáþreyta í skrokknum í morgun. Hvíldardögum mun fjölga nú næstu vikuna, nú skal bara safna kröftum fyrir næstu helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband