22.3.2009 | 20:40
Stakkhamarsstelpurnar
Við systurnar á Stakkhamri höfum verið kallaðar Stakkhamarsstelpurnar. Svona litu Stakkhamarstelpurnar út fyrir örfáum árum:
En heimurinn breytist og mennirnir með. Nú eru komnar nýjar Stakkhamarsstelpur. Með trega afhendi ég viðurnefnið til þeirra Alexöndru Ástu og Bjarndísar Erlu.
Dömurnar eru komnar heim að Stakkhamri eftir nokkurra daga viðdvöl hjá gamalli móðursystur að Barðaströndinni.
Svona líta Stakkhamarsstelpurnar út í dag:
Þetta er frábær áfangi í þeirra stutta lífi og við skulum muna að það er alls ekki sjálfgefið hversu vel þetta hefur þó gengið.
Þó ég með trega afhendi viðurnefnið þá unni ég þessum litlu gullmolum þess og hlakka til að sjá þær sulla í læknum, drullumalla í búinu og ríða út um fjörurnar.
Ég óska þessum frænkum mínum og foreldrunum gæfu og góðs gengis í framtíðinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Athugasemdir
Þær eru sætar.
Til hamingju með afmælið Kristjana.
Anna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:44
Þú ert sú yngri (minni) á eldri myndinni, ég skal veðja! Hefur ekki breyst svo ýkja mikið, sýnist mér.
Nýliðarnir dafna greinilega vel.
Og til lukku með afmælið!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 22:18
Sæl Kristjana og til hamingju með afmælið í gær. Ég les skrifin þín svona annað slagið. Og til hamingu með litlu frænkurnar. Það hefur gengið ótrúlega vel með þær, ég þekki þetta sjálf að standa í svona, en það gekk líka vel að lokum. ég held að við ættum að hittast í sumar í tilefni af 45 árunum. kveðja Sólrún
Sólrún B Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:23
Nýju Stakkhamarsstelpurnar standa fyllilega undir nafni.
Til hamingju :)
Nína (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:02
Takk fyrir góðar kveðjur.
Já Solla það er sko kominn tími á almennilegan hitting
Kristjana Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.