Fjórar millur í minn vasa er sóun á almannafé

Í kastljósi kvöldsins var fjallað um hugmyndir Lilju Mósesdóttur frambjóðanda VG um niðurfærslu skulda um 4 milljónir á hvert heimili. Lilja mætti og reyndi að útskýra þetta fyrir okkur.

Ég sat og reyndi að meðtaka boðskapinn og gapti af undrun.

Undrun mín var tilkomin vegna þess að ég hafði hingað til talið vinstri stjórnmál snúast um að jafna aðstöðu fólks, þannig að gæðum þjóðfélagsins væri jafnar skipt.

Ég keypti mitt núverandi húsnæði í febrúar 1998. Þá var fasteignaverð í algeru lágmarki. Við hjónin höfðum verið aðhaldssöm og greitt niður lán á fyrra húsnæði og áttum því fína innborgun og vorum því ekki mjög skuldsett á þeim tíma miðað við hvað tíðkast í dag. Síðan höfum við greitt enn meira niður af lánunum. Þetta þýðir að skuldir okkar eru ekki miklar í dag. Tekjur okkar eru einnig þokkalegar og ekki fyrirsjáanlegt að bankahrunið hafi áhrif á innkomu þó kaupmáttur rýrni á sama hátt og almennt gerist.

Hvað á það að þýða að afhenda okkur sem ekkert höfum með það að gera, 4 milljónir af almannafé?

Hvernig getur slík sóun á almannafé fallið undir þá hugsun vinstri manna að nota sameiginlega sjóði okkar til að jafna aðstöðu fólks?

Stóra spurningin er svo náttúrulega hvaðan þessir fjármunir eiga að koma, því hef ég ekki náð.

Ég var algerlega gáttuð yfir hugmyndum Framsóknarmanna um 20% niðurfellingu skulda til allra og taldi mig lítið þurfa á slíkri aðgerð að halda. Þessi leið Lilju gefur mér hærri upphæð í minn vasa og er því enn fráleitari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sá þetta líka. Alger steypa, því miður.

Framsókn bjóða kjósendum 20%, sjálfstæðismenn virðast telja það afar góða hugmynd. VG bjóða 4m! Hverju ætlar samfylkingin að spila út til að kaupa atkvæði? Hvernig væri að prenta nokkra milljarða og afhent hverri fjölskyldu c.a. 5 milljónir til að eyða að eigin vali? 

Það er til prýðileg lausn á þessu. Í stað þess að láta starfsfólk sparisjóðanna sitja heima á fullu kaupi næstu 3 mánuði mætti greiða þeim fyrir að afgreiða umsóknir þeirra sem þurfa virkilega á aðstoð að halda. 

Frosti Sigurjónsson, 23.3.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband