Prjónadella

Ég get verið óttaleg dellukerling. Seinustu mánuði hafa fréttir heltekið mig. Einnig ýmislegt fréttatengt grúsk á netinu. Þetta gekk svo langt að fjölskyldunni fannst eiginlega nóg um.

Til lengdar er þetta ekki hollt enda hef ég reynt að aftengja mig til hálfs. Reyni samt að fylgjast með.

Nú hefur önnur della tekið við. Hjá mér býr þessa dagana tvílembd bóndakona, þ.e. Laufey systir mín. Hún hefur verið kyrrsett í höfuðstaðnum til að vera nálægt hátæknisjúkrahúsi.

Ég tek hlutverk móðursysturinnar svo alvarlega að ég sit og prjóna hverja auða stund sem ég finn. Það skal vera tvennt af öllu, ekkert hálfkák.

Þetta eru spennandi tímar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég hef ekki enn verið spurð hvort ég sé verðandi amman....hehe og hef því ekki lagst í að framleiða föt að verðandi frændsystkin. Hins vegar fékk ég martröð að ég væri sjálf tvílembd. Ég ætlaði varla að þora að sofna næsta kvöld á eftir....

Erna Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 14:12

2 identicon

Ha, ha, þetta er góð della, vildi að ég hefði tíma. Eh... kannski hef ég tíma til að prjóna. Verð búin að fitja upp á einhverju fyrir fimmtudaginn.

Ásdís (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:34

3 identicon

Tvílembd ja ,,,,þá verða þetta heimalingar,,,,,,,,,,,,,,

Raggi litli (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Ragnheiður

Ahh..kannast við svona dellur, er sjálf undirlögð prjónadellu eftir margra ára hlé í þeirri deildinni. Getur séð eitthvað af afrakstrinum á síðunni minni, auðvitað sér albúm enda kvenpersónan hamhleypa þegar hún hefst handa hehe

Ragnheiður , 14.1.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband