Fésbók

Í október skráði ég mig á fésbók. Hafði heyrt af einhverri umræðu þar sem ég taldi áhugaverða. Ég setti eins litlar upplýsingar um sjálfa mig og ég gat, hafði heyrt að þetta væri stórvarasamt njósnatæki hannað af kananum og ég ætlaði sko ekki að ljóstra of miklu upp.

Taldi samt óhætt að skrá mig "married".

Um áramótin fór svo að koma til mín tölvupóstur þar sem nokkrir ættingjar og einnig "drengir" sem ég þekkti kringum 16 ára aldurinn vildu vera vinir mínir.

Ég fór þá aftur inn á fésbókina og skoðaði skráninguna mína. Ég hafði verið spurð hver væri tilgangur minn með að vera skráð þarna.

Samviskusamlega hafði ég hakað við

  • Dating

Þá vitum við það. Ég er gift og vil fara á stefnumót. Þetta skýrir kannski af hverju gömlu sénsarnir vilja nú vera vinir mínir.

Hmmmmmmmmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skal mig undra þó mönnum langi að kynnast þér því hjónaband deyr jafnoft og til þess er stofnað.

Kristján Steinarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:41

2 Smámynd: Dóra

Ég hef nú ekki orðið var við neitt svona...  og búin að vera á fésinu lengi.. ekki nema að þú eigir fleiri aðdáendur en ég hehhehe fésið er bar ekkert smá gott er að hitt skólafélaga frá því fyrir ca 33 árum sem er ekkert sma´mikið æði...kærleikur til þín Dóra

Dóra, 18.1.2009 kl. 03:53

3 identicon

Facebook er stórhættulegt

Ég olli svakalegu uppnámi í fjölskyldunni (Jóhann megin) þegar ég var að fikta í þessum stillingum. Fyrst skrifaði ég ekkert um mína hjúskaparstöðu (lifi í synd) en fannst síðan svo fyndið að skrá að ég væri í sambandi og ætlaði að segja mig í sambandi við við eldhústækin- þvottavélina þó sérstaklega ( í sambandi skilurðu!).

Síðan gekk það ekki og ég tók mig úr sambandi...og þá var ég allt í einu skráð að ég væri núna orðin einhleyp...línurnar loguðu (meira að segja var hringt í bestu vinkonu mína) og á endanum hringdi Jóhann í mig og spurði hvað er í gangi (þá var hann ekki orðinn feisbúkkari). Fyrr má nú vera að maður taki "sýndarveruleikann" alvarlega. Enginn spurði mig...

Fólk er bilað

Eins gott að það vissi ekki að því þegar við Snorri vinur minn (sem þú manst eftir héðan úr HV) vorum að reyna að skrá að við værum í opnu sambandi...(gekk ekki því maður getur víst bara átt einn partner í opnu sambandi á feisbúkk og hann var þegar búinn að skrá sig í opnu sambandi við unnustu sína...svona upp á djókið). Ég veit Kristjana - I have a twisted humor

Bylgja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband