Óbragð í munni

Það verður ekki annað sagt en að Davíð hafi tekist að vekja á sér athygli í gær.

Stóra spurningin sem hann skildi eftir er:

Hvað telur hann sig vita um orsök þess að Bretar beittu á okkur hryðjuverkalögum?

Af hverju steinþegir Samfylkingin eftir langan og strangan hitafund í þingflokknum í gær? Davíð jós auri út og suður og þar á meðal yfir ríkisstjórnina og því er þögn Samfylkingarinnar ærandi.

Ég átti von á uppgjöri í dag, engar fréttir voru í mínum huga hrikalega vondar fréttir. Það bárust ekki einu sinni fréttir af því að það væri plott í bakherbergjum eða kurr í fólki.

Ég les bara eitt út úr þessu. Davíð veit eitthvað...........og það kemur mörgum illa ef það er látið uppi. Þess vegna segir enginn neitt sem gæti hróflað við honum.

Ég er með þvílíkt óbragð í munninum og vona bara að ég hafi ekki hundsvit á þessu og vaði í þvílíkri villu.

Ég er líka með óbragð yfir því sem kom fram í kastljósviðtali í gærkvöld hjá Óla Birni Kárasyni. Hann gaf í skyn að "orðið á götunni" sé ekki úr lausu lofti gripið. Þ.e. að það sé verið að fella niður skuldir stærstu skuldaranna í "nýju" bönkunum.

Ég bara vil ekki trúa að það sé hægt. Ég er hins vegar furðu lostin yfir því að fjölmiðlar veita þessu enga athygli, Óli Björn sagði þetta eins og þetta væri bara staðreynd sem verið væri að ganga frá.

Og við borgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristjana.

já, það er ótrúlegt hvað allir þegja og gera ekki neitt.  Á meðan grassera kjaftasögurnar og magnast.  Óla Birni er ég ekki hrifin af en hann hefur góð sambönd í bankana.  Eiginkona hans var forstöðumaður fjárstýringa hjá Glitni svo hann getur alveg haft eitthvað fyrir sér í þessu máli.  En enginn gerir neitt!!

kv. Þorbjörg.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Eitthvað er mogginn að taka við sér skv eyjan.is  er þetta í moggnum í dag:

Nú ganga stærstu hákarlarnir um nýju bankana og hamast á starfsfólki að finna lausnir. Niðurfelling lána er þar efst á blaði. Einnig að aftengja ábyrgð milli félaga þeirra. Þá reynir á styrk núverandi stjórnenda.

Afhverju er ekki meira um þetta í fjölmiðlum?

eru þetta bara sögusagnir sem ekkert er til í? Ef svo þá þarf að kveða þetta niður allsnarlega.

Ef ekki þá má búast við borgarastyrjöld. Ég er ekki að grínast.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ef brennuvörgunum er leyft að halda áfram að "slökkva" eldana þá verður það illa aftur tekið. Þegar sjálfur Óli Björn Kárason er farinn að taka undir það að þjófnaðurinn haldi áfram í "nýja" bankakerfinu þá verður að stoppa það núna. Ekki á morgun, núna. Það er búið að gefa Samfylkingunni ótal tækifæri til að slíta þessari ríkisstjórnarómyndi en hún gerir það ekki. Ef flokksmenn grípa ekki inní það er flokkurinn búinn að vera.

Ríkisstjórnin þarf að fara frá strax. Ég endurtek strax. Skipta þarf algjörlega um yfirstjórn seðlabankans og fjármálaeftirlitsins. Ekki seinna, strax. Á stundinni þarf að senda inn nýja og óháða einstaklinga inn í bankakerfið (ég skal taka það sjálfur að mér ef þurfa þykir) og fara ofan í saumana á fjármálum þeirra. Strax. Því lengur sem uppgjörinu er frestað þeimur meiri líkur eru á að sprengingin verði verri þegar hún kemur. Eins og þú kæra vinkona þá er ég ekki í sandkassaleik eða að grínast. Skipta um allt settið strax

Guðmundur Auðunsson, 20.11.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Samfylkingin er á löngum fundum til að reyna að sætta sýn innri mál það eru ekki allir ánægðir með það að vera ekki hafðir með þegar mikilvæg mál eru rædd. Bankamálaráðherra var ekki í hafður með þegar Davíð var að tala um erfiðleika bankanna. Hvað á svona framkoma að þýða.Ég bara spyri enda vill hann kosningar hann er greinilega sár og reiður

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.11.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Væri ekki ráð að fjölmiðlar settu fréttabann á aðila eins og Davíð?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband