Kreppukona í Köben - seinasti hluti

Þetta er þriðji og seinasti hluti sögu af ferð til Köben. Fyrsti hluti er hér, annar hluti hér.

Á fundinum sem ég sótti hitti ég fólk sem ég hitti öðru hvoru í norrænu samstarfi á því sviði sem ég starfa á.

"How is the situation in Iceland" var algeng spurning eftir kurteislegar kveðjur. Svíarnir sögðu mér að deginum áður hefði sænska ríkið yfirtekið einn bankann hjá þeim. Þeir vildu meina að ástandið þar væri strax orðið verra en í bankakreppunni eftir 1990.

Ég dvaldi svo í einn dag á rannsóknastofu við Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Sú sem tók á móti mér þar heitir Bodil og ég hef hitt hana á nokkrum fundum. Hún spurði einskis. Mér fannst það einkennilegt eftir allt spurningaflóð hinna skandinavanna. Í hádegismatnum þegar kom vandræðalega þögn nefndi ég þetta. Þá sagði hún:

"I didn´t ask because I thoght it would be too embarrasing for you". Já blessuð konan var tillitssöm.

Ég sagði þeim að eitt af vandamálum okkar væri hversu þaulsetnir allir væru á sínum stólum þrátt fyrir mistök, jafnvel afglöp í starfi. Nefndi dæmi um niðurfellingu persónulegra ábyrgða stjórnenda hjá stórum banka, viku áður en hann var yfirtekinn. Þar á meðal eiginmaður ráðherra. Einnig að einn af þeim sem staðið hefði að þessari ákvörðun væri formaður eins stærsta verkalýðsfélags á Íslandi. Bæði sitja enn.

Þeir sem á þetta hlýddu störðu á mig í forundran. Svo sagði einn: "Þú ert ekki að lýsa vestrænu lýðræðisríki, þú ert að lýsa spillingu í þriðja heims ríki".

Þá höfum við það. Hér þarf mikið að skúra áður en við getum tjáð okkur um stjórnarfar í öðrum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Takk fyrir sögurnar.  Ég er búin að ákveða að þegar ég fer næst erlendis og verð spurð hvaðan ég sé...... þá ætla ég að segja Grímsey.

Anna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:37

2 identicon

Þetta er rosalegt. En já, ég held að hver sá sem hefur látið sig dreyma um að Ísland sé vestrænt lýðræðisríki geti hér með pakkað þeim draumum saman og hent út í hafsauga, við erum eins langt frá því og hugsast getur! Ótrúlegt hvað við höfum látið bjóða okkur, en nú er komið NÓG!

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband