Bloggari fór með rangt mál - leiðrétting

Fyrr í dag birti ég færslu þar sem ég fór með rangt mál. Ég tek slíkt alvarlega og birti hér leiðréttingu. 

Í gegnum frétt á dv.is fann ég síðu með úrslitum í maraþonhlaupi í Amsterdam þar sem Bjarni Ármannsson er talinn upp sem 9. Norðmaður í mark, sjá hér. Ég var of fljót að draga þá ályktun að hann hefði vísvitandi skráð sig með röngu þjóðerni.

Í hlaupum sem þessum geta skráningar hæglega misfarist. Ég hef fengið upplýsingar sem ég tek fullt mark á, um að ég hafi farið með rangt mál.

Ég bið Bjarna afsökunar á að ég skuli hafa gefið mér að um vísvitandi skráningu á röngu þjóðerni hafi verið að ræða.

Ég breytti fyrri færslu og því finnst hún ekki. Það geri ég til að fólk lesi þetta ekki fyrir mistök og taki sem sannleika.

Ég sýndi með fyrri færslu ákveðinn siðferðisbrest og biðst einnig afsökunar á því. Ég hins vegar neita að taka siðferðislega ábyrgð, slíkt tíðkast ekki á Íslandi og mun því ekki segja af mér sem bloggari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað er eiginlega ábyrgð ?    Þetta orð er alveg óþarft í íslenskri tungu.  Bara vesen að tala um ábyrgð sem enginn kann hvort eð er að taka.

Þú ert efnilegur stjórnmálamaður. 

Anna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:14

2 identicon

Þú þyrftir þá að stofna nýjan flokk þar sem fólk með þinn siðferðisstyrk passar hvergi inn í gamla kerfið.

Góð færsla Kristjana.

Ásdís (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband