Fréttir úr bloggheimum

Hefðbundnir fjölmiðlar geta ekki birt óstaðfestar sögur. Það geta bloggarar. Bloggarar geta líka logið upp sögum. Það verðum við að hafa í huga þegar við lesum blogg. Hins vegar birtast oft á bloggi áhugaverðar getgátur og vangaveltur sem vekja mann til umhugsunar og sýna aðra vinkla í umræðunni en sjást í hefðbundnum fjölmiðlum.

Í dag rakst ég á tvær áhugaverðar færslur.

Fyrri er frá Baldri McQeen:

Nú þegar grunur leikur á að Kaupþingsmenn hafi millifært hundrað milljarða á felureikninga í útlöndum, rétt fyrir þjóðnýtingu, velti ég fyrir mér fréttinni sem aldrei birtist í íslenskum fjölmiðlum. 
Finnska fjármálaeftirlitið lokaði fyrir fjármagnsflutninga Kaupþings tveim dögum áður en Bretarnir gripu til umdeildra aðgerða.  Hingað til hefur þögn ríkt um þetta á Íslandi, ef frá er talinn huldumaðurinn RagnarA sem reyndi ítrekað að vekja athygli á málinu.

On Oct. 6, the Finland's financial authority halted all flow of funds from Icelandic-owned banks in Finland, and ordered that no withdrawals could be made at the Finnish branch of Kaupthing.
(Moneycentral
20.10 2008)

On Monday, the Finnish financial watchdog ordered that the Finnish units of the Icelandic banks Kaupthing, Glitnir and eQ Bank not transfer deposits abroad. The Finnish branches of Glitnir and eQ bank are to continue operations as usual.
(YLE.fi
09.10 2008)

Því fer fjarri ég felli einhverja dóma um málið.  Eflaust er á þessu eðlileg skýring.
En samkvæmt íslenskum heimildum var Kaupþing traust og gott fyrirtæki á þessum tíma með óflekkað mannorð á alþjóðavettvangi.

Hvað réttlætti þá slíkt inngrip finnska fjármálaeftirlitsins? 

Hafa blaðamenn leitað svara?

Þetta er spurning sem vert er að fá svar við.

Seinni færslan er nú meira í sögusagnastíl en ég læt hana flakka:

Tilkynning um stórar færslur komu frá CIA

Íslendingar hafa hvorki mannskap né tækni til að vakta Netið eða peningafærslur á Netinu. Það hafa Bandaríkjamenn og þaðan komu tilkynningar um óeðlilegar færslur eftir bankahrunið. Á hverjum degi er steinum velt við og óþefurinn gýs upp. Það verður að fá erlenda aðstoð Interpol strax og ekkert hik á því. Dómsmálaráðherra er ekki að meta stöðuna rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband