Af hverju mótmælafundur?

Fjórða laugardaginn í röð ætla ég að mæta á Austurvöll kl. 15.

Fyrir þremur vikum var yfirskrift mótmælafundarins að Davíð Oddson ætti að víkja úr Seðlabankanum. Raddir heyrðust að mótmælin væru þröngt skilgreind.

Fyrir viku og einnig fyrir tveim vikum var umkvörtunarefni fólks að ekki væri ljóst hverju væri verið að mótmæla.

Það er ekki auðvelt að gera Íslendingum til hæfis og rata meðalveginn þarna á milli. Líklega heitir þetta bara að finna sér afsökun fyrir að mæta ekki.

Fyrir mér er þetta einfalt. Þeir sem telja ekkert við atburðarás liðinna vikna að athuga sitja heima. Hinir mæta á útifund á Austurvelli kl 15.

Ég mæti þar því ég vil

  • að bankastjórn Seðlabankans víki tafarlaust því hún hefur skaðað orðspor okkar á alþjóðavettvangi og ég tel að traust náist ekki með sömu stjórn.
  • að erlendir rannsóknaraðilar verði fengnir til að rannsaka bankahrunið, STRAX.
  • að stjórnvöld upplýsi almenning betur um alvarleika atburðanna
  • að stjórnvöld upplýsi almenning betur um þær aðgerðir sem eru í farvatninu ef einhverjar eru.
  • að Alþingi taki meira þátt í þeim aðgerðum sem um er að ræða.
  • að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, snúi sér að því að leysa vandamál en hætti að hugsa um hvernig þeir komi best út úr næstu skoðanakönnun.
  • að.............................

Ég vil líka upplifa samkennd með öðru fólki sem er ekki sama hvernig málin þróast. Okkur líður öllum svipað og það er gott að upplifa að vera ekki einn með þessar hugsanir.

Þess vegna mæti ég á Austurvöll á laugardag kl 15.

Ég spyr: Af hverju mætir þú ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband