14.10.2008 | 23:53
Hryðjuverkalög
Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslensk fyrirtæki í Bretlandi í seinustu viku.
Þeir klikkuðu á einu grundvallaratriði, láta framselja til sín hryðjuverkamennina.
Hvað ég hefði orðið glöð ef þeir hefðu látið kné fylgja kviði.
Er orðið of seint að biðja þá um það?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjir eru hryðjuverkamennirnir?
haraldurhar, 15.10.2008 kl. 00:12
Hverjir eru hryðjuverkamennirnir er náttúrulega spurningin sem við spyrjum okkur öll og öll höfum við okkar hugmyndir. Það er nokkuð sem verður að rannsaka, fyrr en síðar og áður en búið er að sópa öllu undir teppið. Hef grun um að þessa dagana séu víðtækar hreingerningar í gangi. Óttast að þetta sé sóðalegra en mig hefði órað fyrir.
Ég hef reyndar mínar hugmyndir um hver er þarna fremstur meðal jafningja, held því fyrir mig svona fyrst um sinn ef Bretar spyrja fallega...................þá er ég alveg til í að gefa þeim hint.
Kristjana Bjarnadóttir, 15.10.2008 kl. 00:23
Ertu nokkuð með emailið hjá Brown eða Darling ? Spurning um að senda þeim póst
Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.