Icesave

Ef marka má orð viðskiptaráðherra á forsíðu fréttablaðsins í dag þá reyndu fjármáleftirlit bæði Íslands og Bretlands að fá stjórnendur Landsbankans til að stofna dótturfélag um netbankann Icesave. Með því hefðu ábyrgðir á sparifénu fallið á Breta en ekki Íslendinga.

Ég endurtek: miðað við þessa frétt þá reyndu fjármálaeftirlit beggja landanna að fá Landsbankann til að stofna dótturfélaga í Bretlandi, þar með bæru íslenskir skattgreiðendur ekki þessa ábyrgð.

Stjórnendur Landsbankans drógu lappirnar, vildu hafa þetta svona. Með því gátu þeir flutt peningana til Íslands.

Hverjir voru stjórnendur Landsbankans?

Eitt nafnið sem kemur upp í hugann er Kjartan Gunnarsson, sá var a.m.k. um tíma varaformaður bankaráðs Landsbankans. Fylgir því ekki einhver völd? Já og ábyrgð.

Sagt hefur verið frá faðmlögum þessa manns við forsætisráðherra.

GARG

Ætlar Geir að faðma þessa menn?

Eitt faðmlag, við borgum og málið dautt.

Viðbót nokkrum mínútum eftir birtingu á færslu:

Skoðið frétt Eyjunnar (sjá hér) um hver er skipaður forstöðumaður innri endurskoðunar í Nýja Landsbankanum. Sá mun heita Brynjólfur Helgason og Icesave verkefnið í Hollandi og Bretlandi var áður undir honum. Þetta er eins og að setja aðalkrimmann yfir lögregluna.

Hvað er í gangi hérna? Látum við bjóða okkur hvað sem er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband