13.9.2008 | 23:00
Rússarnir koma
Þegar stjórnvöld eiga í vandræðum heima fyrir hefur stundum verið sagt að nauðvörn þeirra sé að efna til ófriðar, herja á önnur lönd. Svona svo sauðsvartur almúginn hætti að hugsa um þrengingarnar heima fyrir.
Bush stjórnin sagði hryðjuverkamönnum stríð á hendur, stríð sem vonlaust er að taki endi.
Geir Haarde veifar Rússagrýlu.
Ekki hafði ég hugmyndaflug í að ráðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart efnahagsástandinu væri svona alvarlegt að það þyrfti að hræða okkur með yfirvofandi árásum frá Rússum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög góður punktur! Er það ekki þetta sem kallað er smjörklípa nú til dags?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:09
Ég vil vekja athygli á færslu Marinós Njálssonar frá því í gærkvöld þessu tengt.
Kristjana Bjarnadóttir, 14.9.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.