Veiðimennirnir í Miðfjarðará ánægðir með handboltalandsliðið!

Íslenska handboltalandsliðið toppaði á hárréttum tíma............. í fleiri en einum skilningi. Árangur þess þarf ég ekki að mæra, það er margbúið að gera það í ræðu og riti.

Alveg er ég þess fullviss að veiðimennirnir Haukur Leósson, Björn Ingi Hrafnsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson séu hæstánægðir með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins í fleiri en einum skilningi. Hver nennir að velta fyrir sér veiðiskap þeirra á seinasta ári dagana þegar íslendingar vinna silfur á ólympíuleikunum?

ENGINN

Fjölmiðlar eru stútfullir af fréttum af þessum viðburði og meira að segja nöldurskjóðan ég, nenni ekki að fylgjast með neinum öðrum fréttum, vil bara sjá handboltatröllin í tilfinningarússíbananum sem fylgir svona frammistöðu.

Aðeins eyjan.is hefur reynt að halda okkur við efnið, sjá hér og hér.

Hvað sem því líður þá sakna ég meiri umfjöllunar um þetta mál, mögulega á það eftir að koma.

Guðlaugur heilbrigðisráðherra fullyrti strax í upphafi að hann hafi greitt Hauk Leóssyni veiðileyfið eftir ferðina. Alveg er eftir að krefja hann skýringa á því á hvaða kjörum Haukur lét hann fá leyfið. Skv frétt á visir.is nú fyrir helgi þá greiddi Haukur Baug fyrir heildarpakkann aðeins brot af því sem veiðileyfið kostaði eða 480 þús. Samkvæmt visir.is kostuðu þessir 3 dagar 600 þús fyrir ein hjón eða um 1.8 millj. alls þannig að afsláttur Baugs til Hauks var verulegur.

Spurningin sem ég vil fá svar við er þessi: Greiddi Guðlaugur Hauki listaverð fyrir sinn hluta eða einungis sinn hluta af þessum 480 þús.?

Ef Guðlaugur greiddi listaverð (600 þús fyrir þau hjónin) þá var ferðin í boði Guðlaugs. Þá meina ég Guðlaugur borgaði fyrir alla hina og gott betur, Haukur fékk hærri upphæð en hann greiddi Baug.

Ef hann greiddi bara sinn hluta af 480 þúsundunum þá var Guðlaugur að veiða í Miðfjarðará í boði Baugs.

Ef Guðlaugur greiddi bara sinn hluta (rúmlega 100 þús) mátti hann vita að hann væri að greiða þetta á undirverði.

Vissi Guðlaugur að ferðin var niðurgreidd?
Svar: Ef maðurinn hefur minnsta verðskyn þá mátti hann a.m.k. vita það.

Hvort er betra að heilbrigðisráðherra hafi vitað þetta en samt þegið ferðina, eða að hann hefði mátt vita það en ekki haft vit til að velta þessu fyrir sér?

Hvar eru fjölmiðlar okkar?

Við erum að tala um ráðherra í ríkisstjórn, mann sem talað er um sem mögulegan arftaka formanns Sjálfstæðisflokksins.

Finnst okkur þetta í lagi?
Bara af því að við erum svo glöð yfir því að við unnum silfur í handbolta á ólympíuleikunum?
Já og líka vegna þess að einn veiðimaðurinn vinnur á Fréttablaðinu, góður vinur hans er fréttastjóri Stöðvar 2 og morgunblaðið og RUV vernda sína menn.

Æi, ljótt er ef satt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held því miður að það þýði ekki að tala um spillingu á Íslandi.  Það bara virkar ekki, því þeim virðist svo slétt sama þótt almúginn hneykslist - nema korteri fyrir kosningar.  Þessir "herramenn" halda áfram að þiggja bitlinga og láta allt siðferði sem vind um eyru þjóta.  Skömm að þessu.

Anna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:36

2 identicon

Þetta er góð pæling.  Mér blöskraði þvílíkt þegar ég las um þessar mútur til handa toppunum hjá OR.  Mér þykir athyglivert að einu heimildirnar fyrir því að Guðlaugur Þór hafi endurgreitt ferðina til Hauks Leóssonar er Guðlaugur Þór.  Það eru einu "sannarnirnar" fyrir þessar greiðslu.  Hann ætti að sýna fram á millifærslu eða þvíumlíkt til að hreina nafn sitt af þessum óþægilegu ásökunum. Mér þykir líka athyglivert að EF meint millifærsla hefur átt sér stað þá situr Haukur Leósson uppi með beinharða peninga frá Baugi.  Bloggaði um málið

http://www.eimreidin.is/2008/08/svona-liggur-v.html

http://www.eimreidin.is/2008/08/hauki-lessyni-var-mta.html

http://www.eimreidin.is/2008/08/bosfer-lax-breytist-peninga.html

http://www.eimreidin.is/2008/08/tsala-drustu-lax-landsins.html

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna, vissulega er það satt að svo virðist sem stjórnmálamönnum sé "slétt sama". Ég vil bara að þetta breytist, að við látum vita af því að okkur er ekki "slétt sama".

Takk fyrir Teitur, sé að þú ert að velta sömu hlutum fyrir þér og ég. Mér þykir með ólíkindum að þessar spurningar sem bæði þú, ég já og fleiri eru að velta upp heyrist ekki í fjölmiðlum.

Hvað þetta er allt rotið. Ég man enn þegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir þjarmaði að Árna Johnsen, það var alvöru fréttamennska. Nú vantar slíka fréttamennsku.

Kristjana Bjarnadóttir, 24.8.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

jamm sammála þessu með skort á fréttamennsku. Það var hörmung að horfa á Helga Seljan í Kastljósi í gærkvöldi t.d. Ég  er stórhneyksluð á þessu "stóði" sem er í kringum Kastljósið og skilar .... ja hverju. Ekki málefnalegri gagnrýni sýnist mér.....

Erna Bjarnadóttir, 26.8.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband