Stórar skólatöskur með lítil börn á leið í skólann

Þessa dagana er fjöldi 6 ára barna að hefja sína skólagöngu. Það er ætíð ákveðin athöfn að velja fyrstu skólatöskuna. Má þá stundum vart á milli sjá hver er spenntari, barnið eða foreldrarnir sem eru fullir stolts.

Ég hef hins vegar lengi furðað mig á stærð þeirra skólataska sem eru á markaðnum. Þær eru alltof stórar fyrir líkama 6 ára barna. Hvaða nauðsyn er á því að 6 ára börn (já 7, 8 og jafnvel 9 ára) noti bækur af stærðinni A4? Minni bækur hæfa þessu smáfólki mun betur, það að bjóða þeim upp á þessa stærð er rétt eins og pappír okkar fullorðna fólksins væri af stærðinni 2xA4 (er það ekki A3? er ekki viss).

Einnig furða ég mig á því að börnin þurfi yfirhöfuð töskur. Mögulega undir nesti en í flestum skólum er farið að bjóða upp á heitan mat. Heimavinna barna á þessum aldri ætti að vera liðin tíð þar sem skóladagurinn er það langur að hann ætti að teljast fullur vinnudagur fyrir þau.

Hvað er það sem börnin þurfa að burðast með fram og til baka milli heimilis og skóla í þessum stóru töskum?

Er ekki tímabært að útrýma skólatöskum fyrir börn undir 10 ára aldri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góð hugmynd !  Það er ekki hollt fyrir bak ungra barna að burðast með mörg kíló af bókum hvern einasta dag.  Taska eldri dóttur minnar fór hátt í 20 kíló í lok grunnskólans.  Þá blöskraði mér.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Auðvitað. Sænsk börn eru ekki með neina heimavinnu á þessum aldri. Vinnudagur skólabarna er fáránlega langur. Selma sem ér í 8. bekk byrjar t.d. 8.10 í skólanum flesta daga og er til kl. 15.00. Ef hún á að vinna í 1-2 tíma heima í viðbót er vinnudagur hennar orðinn lengri en hjá mörgu fullfrísku fólki.

Erna Bjarnadóttir, 27.8.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband