19.6.2008 | 20:19
Amma
Kristjana amma mín fæddist 10. nóvember árið 1908. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu hennar munu afkomendurnir koma saman í sumar.
Ég birti hér tvær myndir sem mér áskotnuðust nýlega af ömmu og eina af húsakynnum sem hún ólst upp í.
Ég veit ekki með vissu hvenær þessi mynd var tekin en ég reikna með að það sé áður en hún hóf búskap með afa. Líklega er amma í kringum 20 ára gömul á þessari mynd. Mér finnst amma mjög lík frænku minni Kristjönu Þorbjargardóttur á þessari mynd.
Þessi mynd er mjög falleg mynd af móður með barn. Ég veit því miður ekki hvaða barn þetta er og því veit ég ekki hvenær myndin var tekin. Á þessari mynd finnst mér amma líkjast mjög Siggu frænku minni Friðriksdóttur.
Þessi mynd er líklega frá Laxárbakka en þangað flutti amma með foreldrum sínum um 3ja ára aldur og bjuggu þau þar þangað til þau fluttu að Miklaholtsseli þegar amma var um 9 ára aldur. Það er mögulegt að þessi mynd sé frá Miklaholtsseli.
Athugasemdir
Flottar myndir og hún er bráðfalleg á efstu myndinni.
Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 20:23
Já mér datt Kristjana dóttir Þorbjargar strax í hug þegar ég sá þessa fallegu mynd.Mér datt nú reyndar Örn Smárason í hug líka þó hann sé nú kannski ekki alveg svona fínlegur. Gaman að spá í svona gamlar myndir og ættarsvip á fólki.
Ásdís (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:33
Hvar er Miklaholtssel?
Skemmtilegar myndir af falllegri konu og barni
Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 17:10
Miklaholtssel er undir Hafursfelli í Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Kristjana Bjarnadóttir, 23.6.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.