Er magn ávísun á gæði?

Ég bjó sem barn við það sem í dag væri kallað skert skólaganga. Skólaganga mín var þannig:

  • 7 ára fór ég í skólann fyrst 10 daga að hausti og síðan 5 daga að vori.
  • 8 ára fór ég í skólann 4 sinnum, ýmist í viku eða hálfan mánuð í senn.
  • 9-12 ára var ég í skólanum aðra hverja viku, 5 daga í senn.
  • 13-15 ára var ég í skólanum hverja viku, 5 daga í senn en fór heim um helgar.

Venjulega hófst skóli seinast í september og honum lauk um miðjan maí. 

Við bekkjarsystkinin vorum eins misjafnir námsmenn og við vorum mörg en árangur okkar í lokaprófum (samræmdum) í 9. bekk var yfir landsmeðaltali í öllum greinum, einnig í öllum prófþáttunum var okkur sagt.

Jafnaldrar okkar sem tóku þessi sömu próf höfðu langflest mun meiri skólagöngu á bak við sig. Einhverjir sveitamenn voru svipað staddir og við, en það var eingöngu brot af árganginum.

Ég hef oft spurt mig hvort árangur okkar hafi verið svona góður af því að við vorum ekki meira í skólanum eða þrátt fyrir skerta skólagöngu.

Er magn alltaf ávísun á gæði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, auðvitað vorum/erum við svona klár í sveitinni!

Las með athygli pistilinn þinn um samræmd próf og náttúrufræði.  Mér finnst alltof mikil áhersla orðin lögð á þessi samræmdu próf.  Elísabet dóttir mín ákvað reyndar að taka ekki náttúrufræðiprófið en er búin í íslenskunni og situr nú sveitt að læra stærðfræði með dyggri hjálp stóra bróður sem var fenginn úr Reykjavík til að hjálpa henni.   Hún stendur sig mjög vel í skóla, (tók t.d. enskuprófið í fyrravor og var í ENS 103 + 203 í Menntaskólanum á Egilsstöðum í vetur) en það er eins og þetta sé það eina sem skiptir máli upp á framtíðina.  Hún er búin að vera dauðstressuð og kvíðin alveg frá áramótum.  Og það eyðileggur alltof mikið fyrir henni.  Ég er að reyna að segja henni að það sé ekki svona mikilvægt.

Það er líf eftir samræmdu prófin, segir sonur minn sem var að lesa yfir öxlina á mér!

Bið að heilsa, vonandi gengur dóttur þinni vel í prófunum. 
Kveðja Þorbjörg.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sæl frænka

Takk fyrir þetta, hef í hyggju að skrifa meira um náttúrufræðina í grunnskólum því mér finnst áhyggjuefni hversu mikið og þungt námsefnið er. Veit að mörg börn skrá sig úr prófinu af ótta við það, börn sem eiga fullt erindi í náttúrufræðideild í framhaldsskóla en komast ekki þangað því þau gugnuðu á að taka þetta samræmda próf. Í dag er ég með dóttur minni og 3 vinkonum að fara yfir efnið. Mest er ég hissa hversu vel þær eru að sér í efninu, þetta er efni sem ég lærði í menntaskóla og sumt ekki fyrr en í háskóla. Við drógum fram kennslubækur mínar úr erfðafræði til að skilja sumt efnið almennilega.

bestu kveðjur

Kristjana Bjarnadóttir, 1.5.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

ps. vonandi gengur þinni dóttur vel í þeim prófum sem eftir eru.

Kristjana Bjarnadóttir, 1.5.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég veit ekki hvernig hægt er að bera þetta saman. Á þessum tíma voru grunnskólar í bæjum víða margsetnir. Í dag búa börn yfirleitt við einsetinn grunnskóla og þykir sjálfsagt mál enda á það að vera þannig. Námsefnið þegar við vorum í skóla gerði mun minni kröfur en gerðar eru í dag, ég veit ekki hvort við hefðum ráðið við það með skertri skólasetu ef satt skal segja, eins og þú bendir á það þarf helst líffræðing með háskólamenntun til að geta leiðbeint afkvæmunum í námsefni fyrir grunnskóla í náttúrufræði.

Erna Bjarnadóttir, 1.5.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 2.5.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband