Missti ég af góðærinu?

Kunningi minn sagði við mig nýlega að hann hefði heyrt fólk fagna kreppunni, þá væri ekki lengur þessi þrýstingur á að eiga allt, þetta væri bara ákveðinn léttir. 

Það var og.

Í góðærinu áttu allir að kaupa allt sem þeim datt í hug. Jeppa, flatskjá, nýjar innréttingar. Þetta var svo mikill þrýstingur á marga að þeir stóðust ekki mátið. Dótið var keypt, stundum útá krít.

Ég er alveg ofboðslega löt. Ég nenni ekki í búðir til að skoða dót. Þess vegna kaupi ég lítið, nema útivistardót, verð að viðurkenna að það er æði hár útgjaldaliður.

Framkvæmdir innanhúss vaxa mér í augum. Af illri nauðsyn stóðum við reyndar í framkvæmdum á vatnslögnum í húsinu okkar fyrir ári. Því fylgdi endurnýjun á baðherbergi með tilheyrandi búðarápi og útgjöldum.

Þar fyrir utan þá missti ég af góðærinu. Eldhúsinnréttingin sem var gömul og ljót fyrir 10 árum þegar við fluttum inn, hún er ennþá gömul og ljót. Enginn jeppi var keyptur þegar þeir áttu ekki að kosta neitt innfluttir frá Ameríku. Sjónvarpið með gömlum túpuskjá og geislaspilarinn ónýtur síðan um þarseinustu jól.

Nú er allt að hækka og ég beið góðærið af mér. Ætli ég bíði ekki bara kreppuna af mér líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Svo skrítið sem það er þá fór þetta góðæri fram hjá mér.Og þó ég hafði efni á að láta dóttir mína í tannréttingar......er það góðæri??

Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Til að leiðrétta mögulegan misskilning:

Ég hef haft það mjög fínt í góðærinu. Gleymdi bara að versla.

Kristjana Bjarnadóttir, 17.4.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Gleymdir að taka neyslulán meinar þú

Erna Bjarnadóttir, 17.4.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er þá ekki bara minna drasl að þurrka af ? 

Anna Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er alveg eins og þú sért að lýsa mér - nema hvað ég er ekki byrjuð á baðherberginu og ég reif niður helminginn af eldhúsinnréttingunni fyrir 3 árum. Annars stemmir allt annað! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gvuð hvað ég skil þig Kristjana

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband