Hægri menn, frjálshyggja og samfélagsleg ábyrgð

Kannski er ég bara vitlaus og hef ekkert vit á stjórnmálum. EN........ég hef skilið pólitík þannig að frjálshyggja sé til hægri og félagshyggja meira til vinstri.

Frjálshyggja samkvæmt mínum skilningi snýst í stuttu máli um það að skattar séu lægri og hver einstaklingur leggi minna í sameiginlega sjóði. Hver sé sjálfum sér næstur, einstaklingurinn njóti þess meir ef vel gengur en jafnframt verður meira á brattann að sækja. Frjálshyggjan snýst því um að skara eld að sinni köku, mögulega láta þeir sem allt gengur í haginn mola renna til góðgerðamálefna að eigin vali. Eingöngu ef þeim sýnist svo. Frjálshyggjan er því í eðli sínu "egocentrisk", þar er lítið pláss fyrir samfélaglega ábyrgð, nema bara svona þegar það hentar hverjum og einum.

Félagshyggja samkvæmt mínum skilningi snýst hins vegar í stuttu máli um að skattar séu hærri og meira svigrúm sé til að mæta áföllum einstaklinganna með sameiginlegum sjóðum. Í þessu kerfi er erfitt að verða mjög ríkur því sameiginlegu sjóðirnir hirða það til að þeir sem minna bera úr býtum nái að skrimta. Félagshyggjan er því í eðli sínu "samfélagsleg", snýst um að taka sameiginlega ábyrgð á umhverfinu og einstaklingunum, nær sem fjær.

Ekkert kerfi er fullkomið og það er ljóst að báðum þessum stefnum fylgja bæði kostir og gallar. Hins vegar finnst mér alltaf hlálegt þegar hægri menn kvarta undan skorti á "samfélagslegri ábyrgð" og einnig þegar vinstri menn kvarta undan skattpíningu og því að fá ekki að njóta ávaxta velgengni sinnar.

"You can´t have them both". Þú verður að vita í hvoru liðinu þú ert.

Kveikjan að þessum hugleiðingum mínum var viðtal við Ármann Kr. Ólafsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttum sjónvarpsins í gærkvöld. Kvartaði hann undan skorti fjármálastofnana á samfélagslegri ábyrgð og vildi að þær skýri út fyrir okkur almúganum áhættu af því að taka erlend lán þegar gengi krónunnar er lágt  hátt (leiðrétt 09.04.08).

Er hægt að ætlast til að peningastofnanir sem hafa það að markmiði sínu að græða (á okkur sauðsvörtum almúganum) sýni "samfélagslega ábyrgð"?

Er maðurinn ekki að biðja um að bankar séu ríkisreknir? Þá getum við gert þessa kröfu.

Ég held að annað hvort sé ég að misskilja illilega út á hvað stjórnmálastefnur snúast eða þingmaðurinn sé ekki í réttum stjórnmálaflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Þú ert ekki að misskilja neitt.  Ármann er fyllir þann stóra flokk manna er telja sig hægri menn, en eru að réttu pilsfatakapitalistar.   Sjálfstæðisflokkurinn fylgir engri stefnu annari en að vera við völd, og stjórna.  Þeir hafa tekið við hlutverki Framsóknar að vera opnir í báða enda, en þó trygga sérhagsmuni fyrir rétta aðila. Ættu raunar ganga undir nafninu regnhlífarsamtök.

   Undanfarin ár í neysluæðinu og lántökunum, hafa stjórnarherrarir komið sí og æ fram og talað um góðæri, vaxandi kaupmátt, skattalækkanir, ofl. því um líkt., nú er þeir eru komnir í þrot með okurvaxtastefnu sína, og enginn vill lána okkur nema á afarkjörum, þá eru vandamálinn öll kominn til vegna vondra manna í útlöndum, er ráðast á okkur, og svo strákunum í bönkunum er fóru allt of geyst.   Það er eftirtektarvert að Solla lepur þetta allt eftir þeim, eins og hún sé genginn af trúnni, og kominn í flokk með Hannesi Hólmsteini og Davíð.

   Mér finnst Samfylkingin vera búinn að taka við hlutverki Framsóknar í ríkistjórninn, að gleypa allt fyrir stólanna og völdinn.

 Ps.   Þú færð bara höfuðverk að reyna skilja stjórnmálastefnu Ármann Ólafssonar.

haraldurhar, 8.4.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já stjórnmálastefna Ármanns er örugglega efni í höfuðverk en það á líka við um fleiri  En ég hélt að það væri einmitt málið að taka erlent lán þegar gengið væri lágt að því gefnu að vextir og vaxtaálag sé viðunandi því afborganirnar minnka jú þegar gegnið hækkar. Þegar gegnið er hátt getur fallið bara orðið niður á við.... eða hvað...

Erna Bjarnadóttir, 9.4.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Greinilegt er að höfuðverkurinn af að reyna að skilja stjórnmálastefnu Ármanns er farinn að hrjá mig, ég sný þessu á hvolf. Eins og Erna bendir á á þetta að sjálfsögðu að vera : "...þegar gengi krónunnar er hátt."

Maðurinn má eiga það að þetta er það sem hann sagði, og þetta er það sem ég meinti. 

Leiðréttist hér með.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.4.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband