Myndasyrpa frá skíðagöngu á pálmasunnudag

Á pálmasunnudag fór ég í skíðagöngu með Ferðafélagi Íslands. Ég var heldur sein með að hlaða myndunum inn í tölvu og því er það fyrst núna sem ég kem mér til að sýna þær hér.

Gengið var frá Þingvöllum (rétt ofan Skógarhóla), yfir gagnheiði, norðan við Botnssúlur, niður að Hvalvatni, yfir Hvalvatn og niður í Botnsdal vestan Botnsár.

Þingvallavatn

Séð yfir Þingvallavatn ofan af Gagnheiði.

Botnssúlur

Botnssúlur, séð af Gagnheiði.

Hvalfell

Hér sést Hvalfell og niður að rennisléttu Hvalvatni.

Á Hvalvatni

Gengið í halarófu á ís yfir Hvalvatn. Frábært færi.

Glymur í klakaböndum

Glymur sjálfur sést ekki. Þetta er fossspræna í klakaböndum rétt hjá Glym.

Ganga þurfti án skíða niður hlíðina frá Glym og niður í Botnsdal.

Kerlingin bara spræk að göngu lokinni. Líklega voru þetta hátt í 25km í frábæru veðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítur út fyrir að veðurguðirnir hafi verið eitthvað nískari á meðbyrinn en í dag. Eða var það mótvindur?

Fínar myndir, þær nýjustu eru komnar í póst.

Ásdís (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flottar myndir!  Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Úff, ég kalla þig duglega! Og myndirnar glæsilegar... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já dugleg, fór Ásdís líka?

Erna Bjarnadóttir, 30.3.2008 kl. 09:53

5 identicon

Neee, var með pestina.

Ásdís (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband