Íslenskur smáborgaraháttur

Í dag birtist bæði á mbl.is og visir.is frétt um viðtal við Richard Portes í bandarísku CNBS sjónvarpsstöðinni í gær. Einnig er umræða um þetta á eyjan.is í dag. Portes ku vera prófessor við London Business School.

Einhvern veginn finnst mér fréttaflutningur af þessu viðtali einkennast af íslenskum smáborgarahætti. "Sko, þarna er útlenskur prófessor sem segir að það sé allt í lagi hjá okkur".

Hvorugur fréttamiðillinn hefur fyrir því að geta þess að þessi maður er ekki bara einhver útlenskur prófessor. Visir.is getur þess að vísu að hann hafi unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð:

Portes þekkir vel til íslensk viðskiptalífs. Í nóvember í fyrra kynnti Portes skýrslu um alþjóðavæðingu íslenska fjármálakerfisins sem unnin var fyrir Viðskiptaráð sem viðskiptabankarnir eiga aðild að.

Það sem mér finnst þessir miðlar gleyma að geta er að Portes var með íslensku sendinefndinni sem reyndi að telja Dönum nú nýlega trú um að íslenskt viðskiptalíf væri með miklum blóma (sjá hér og hér). Danir stukku nú ekki alveg á þá skýringu.

Getur maður sem hefur farið í sendiferð á vegum íslensks viðskiptalífs og stjórnvalda til að kynna ágæti þess (á tímum þegar jafnvel íslenskur almenningur er ekki sannfærður um slíkt) verið marktækur sem álitsgjafi um stöðu þess?

Af hverju var þessa ekki getið í þessum fréttamiðlum?

Er það hlutverk háskólaprófessora að kynna sérstaklega viðskiptalíf annarra landa? Hvernig er slíkt kynningarstarf borgað?

Hver var fréttin? Í mínum huga er það ekki frétt þó prófessor sem hefur farið í sendiferð á vegum Íslendinga til að segja Dönum að hér sé allt í blóma segi það sama í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Ekki frekar en Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings segi slíkt hið sama í sama sjónvarpi.

Viðbrögð okkar Íslendinga eru dæmigerð: "Sko útlenski maðurinn sagði að við værum frábær!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

How do you like Iceland ?

Þetta er svipuð hugsun að baki.

Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Já, Ragnheiður ég hugsaði einmitt þetta þegar ég var búin að ýta á "birta færslu" takkann.

Það er einhvern veginn þannig að við virðumst ekki geta komist út úr þessu hugarfari.

Kristjana Bjarnadóttir, 26.3.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er skarpleg athugasemd, hafði ekki fylgst mikið með þessum fréttum svo þetta fór alveg fram hjá mér.  Við Íslendingar virðumst sveiflast milli minnimáttarkenndar og mikilmennskubrjálæðis og sveiflurnar eru stórar, enginn millivegur þar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:10

4 identicon

Þetta er áróðursstríð og brellur og sjónhverfingar notaðar miskunnarlaust. Sem betur fer láta ekki allir slá ryki í augu sér.

Ásdís (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:56

5 identicon

Fjölmiðlar eru einfaldlega starfi sínu vart vaxnir þessa dagana. Þeir tyggja gagnrýnilaust upp það sem "athafnamannaþotuliðið" ýtir að þeim með Finn Árnason fremstan í flokki. Skyldi Finnur ekki vera á leiðinni í tugthúsið, sjá www.samkeppni.is. Það er einfaldlega bannað að telja almenningi trú um að allt sé að hækka

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Það er nú held ég ekkert sérstakt við því að segja að háskólaprófessorar taki að sér verkefni eins og að vinna skýrslur um ákveðin málefni, í þessu tilviki íslenskt efnahagslíf. En ég tek undir með Hauki og Gáfnaljósinu- við megum ekki láta setja okkur út af laginu.

Erna Bjarnadóttir, 28.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband