Hlandsíur og dælur

Matseðill mötuneytis Laugagerðisskóla hefur áður verið umfjöllunarefni mitt. Fastheldni matráðskonunnar á matseðilinn var með eindæmum. Við vissum alltaf hvað var í matinn.

Ég minnist þess að hafa á fimmtudögum verið í tvöföldum líffræðitíma í seinustu kennslustund fyrir hádegismat. Í líffræði lærðum við um starfsemi ýmissa líffæra, hjarta, lungna, lifur og nýra.

Að kennslustund lokinni sagði líffræðikennarinn: "Nú skulum við drífa okkur í mat og fá okkur hlandsíur og dælur".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Bjakk..Steinar minn var í þessum skóla. Hann hefur nú ekkert minnst á mataræðið þar hehe

Ragnheiður , 31.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Tja, þetta var nú viðurkenndur matur til sveita áður fyrr var það ekki og ekki efast ég um að allir vildu að fæðið væri ódýrt... mig minnir að viðhöfum lifað á hökkuðum hálsæðum og kálfalifrum þennan vetur sem við vorum á Lokastígnum og þú eflaust lengur...

Erna Bjarnadóttir, 1.4.2008 kl. 08:38

3 identicon

Ég held að það hafi aðallega verið þetta ótrúlega tilbreytingaleysi sem fór alveg með matarlystina. Man samt ekki eftir að maturinn væri sérstaklega vondur, nema fiskurinn, oj.

"Hlandsíur og dælur" hvernig manstu svona Kristjana? Þetta var nú oft á borðum á Brekkubæ skal ég segja þér, það var nú ekki verið að leika sér að því að henda mat í þá daga.

Ásdís (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hlandsíur og dælur.    Og hugsaðu þér !  Maður er það sem maður borðar. 

Anna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband