Ungu fólki misbýður og lætur í sér heyra

Í dag kom íslensk æska mér á óvart. Fjöldi ungs fólks mætti í ráðhús Reykjavíkur og mótmælti þeirri afbökun á lýðræði sem við höfum orðið vitni að síðustu daga.

Það er ekki hefð fyrir miklum mótmælaaðgerðum á Íslandi, almennt erum við feimin við að láta skoðanir okkar í ljós á opinberum vettvangi, viljum ekki láta sjá að við séum í þessu eða hinu pólitíska liðinu. Nú lét fólk í sér heyra, unga fólkið var þar fremst í fylkingu.

Ungt fólk er ófeimnara og er tilbúið til að fara óhefðbundnar leiðir en við sem eldri erum, spyr ekki alltaf hver hin lögbundna leið sé, enda hverjar eru hinar lögbundnu leiðir mótmæla? Eðli mótmælaaðgerða er að vekja athygli á málefninu og ef það truflar fund sem verið er að mótmæla er tilganginum náð. Það gerði ungir Íslendingar í dag.

Ég óska okkur öllum til hamingju með unga fólkið sem er ekki sama hvernig farið er með vald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér og ætla að láta athugasemd mína (sem ég er búin að koma að á 2 öðrum bloggum) fylgja hér líka:

Ég efast um að margir eldri en 25 hafi getað tekið sér frí úr vinnu til að
mæta á fundinn. Flestir þurfa að spara frídagana sína til að geta hugsað
um börnin sín þegar leikskólar loka eða vera með börnunum eins mikið og
hægt er þegar ekki fæst eftir skóla vistun. Fyrir utan staðreyndina að
fyrirtækjum er ekki vel við fólk sem er ósammála yfirmönnunum í pólitík.
Eða eins og þú segir "gerir sig að athlægi" fyrir skoðanir sínar og
framgöngu. Meðal Jóninn og Jónan vill helst ekki out'a sínar pólitísku
skoðanir þess vegna.

Þó svo að mér finnist sumar upphrópanirnar hafa verið öðruvísi en ég hefði
helst kosið, er ég mjög ánægð með að "krakkarnir" hafi mætt og mótmælt.

Ég er mjög ósátt við þróun mála á þessum vetri og ég sé eftir
þessum rúmum 2 milljónum á mánuði í biðlaun. Ég hefði heldur viljað eyða
þeim í annað.

KátaLína (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband