Dapurleg tíðindi

Á meðan valdarán var framið í Reykjavíkurborg í gær hugsaði ég um erfðabreytileika í kúm, hm. Vissi svo sem að tíðinda gæti verið að vænta en á flestu átti ég von en ekki þessu.

Dapurlegu tíðindin eru nefnilega ekki þau að vinstri meirihlutinn sé fallinn, það er leitt en ekki verst.

Dapurlegu tíðindin eru að Sjálfstæðismenn notfærðu sér veiklundaðan einstakling til að hrifsa völdin, sama hvað það kostaði. Tiltrú almennings á stjórnmálamönnum hefur minnkað og það tekur stjórnmálamenn langan tíma að endurvinna það traust sem tapaðist í gær, ekki bara þá sem að þessu stóðu, einnig þeir sem engan hlut áttu að þessum gjörningi misstu tiltrú, almenningur gerir ekki greinarmun þar á. Traust er hægt að missa á örskotsstundu, það tekur langan tíma að vinna það til baka.

Vel má vera að gjörningurinn standist lög en þetta er svo siðlaust að mig setur hljóða. Enginn málefnaágreiningur hafði komið upp í fyrri meirihluta, er allt falt fyrir völd?

Tal Ólafs um að málefnasamningurinn séu alfarið hans stefnumál verður hjákátlegt þar sem áfram verður unnið að rannsóknum á nýju flugvallarstæði. Jú, flugvöllurinn verður áfram á sínum stað skv skipulagi, en það stóð ekkert til að stroka hann út næstu tvö árin hvort sem er.

Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bera mikla ábyrgð á þessu ferli, getur það verið siðferðislega rétt að standa svona að málum?

Er allt leyfilegt ef það er löglegt?

Hversu langt mega menn ganga til að kroppa til sín völd?

Að mínu mati löglegt en siðlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já úff....... sjálfstæðismenn gera ALLT fyrir völdin.  Þetta er ekki bjóðandi í lýðræðisþjóðfélagi.  Ég segi oj. 

Anna Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Algjörlega siðlaust og óábyggilegtég er eiginlega varla að ná því að þetta hafi gerst svona.

Solla Guðjóns, 22.1.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Þetta er nú bara væl, er það ekki Þetta er ekkert annað en tómur fíflagangur og hlýtur að skila sér til föðurhúsanna eða hvað. Þeir sem högðuðu sér eins og xxxx fá vonandi að bíta úr því hinnir verða bara að halda á þeim spilum sem þeir hafa.  

Erna Bjarnadóttir, 22.1.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

p.s. hér úr pólitíska örygginu í Mýrinni er hins vegar það að frétta að ekki einu sinni kettirnir okkar fara til Reykjavíkur þegar svona "óveður" geisar þar....

Erna Bjarnadóttir, 22.1.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband