Græða, grilla og fleira

Stundum dunda ég mér við að lesa bloggfærslur víða hér í bloggheimum, það kemur nefnilega fyrir að maður rekst á ansi hnyttnar færslur. Í vikunni fann ég eina slíka. Sú færsla er eftir Láru Hönnu Einarsdóttur og ber nafnið "Oft ratast kjöftugum satt orð á munn". Þar skrifar Lára orðrétt upp skilgreiningu á Sjálfstæðismönnum sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt fram í þættinum Mannamál á Stöð 2, nú fyrr í mánuðinum. Skilgreiningin er svo skemmtileg að ég birti hana hér fyrir neðan:

Hannes Hólmsteinn: Sjálfstæðismenn eru mjög foringjahollir og það er dálítill munur kannski ef maður tekur þetta svona... Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og vinstri flokkana hins vegar þá er... í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Það hljómar dálítið einkennilega kannski en... og ég á kannski ekki að segja það svona, en til einföldunar má segja að Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin. Vinstri menn eru menn, sem halda að með masi og fundahöldum þá sé... og sko ljóðalestri, þá sé hægt að leysa einhverjar lífsgátur. Þarna er dálítill munur. Þannig að vinstri menn eru miklu pólitískari heldur en hægri menn. Þess vegna eru þeir ekki eins foringjahollir. Hægri mennirnir, þeir eru bara að reka sín fyrirtæki, þeir vilja leggja á brattann, þeir vilja bæta kjör sín og sinna, þannig að þeim finnst hérna... gott að hafa mann sem sér um pólitíkina fyrir þá og Davíð var slíkur maður.

(Leturbreyting KB) 

Svo mörg voru þau orð. Þetta hefði ég aldrei þorað að segja upphátt en fyrst Hannes sagði það...........þá hlýtur eitthvað að vera til í því, hann ætti að þekkja sína menn 

Með þessa skilgreiningu og atburðarás liðinnar viku datt mér eftirfarandi í hug:

Græða á daginn og grilla á kvöldin,
Gróu þeir hitta og sögur út bera.
Hraðlygnir pésarnir hrifsa svo völdin,
hrossakaup mikil um stóla þeir gera.


Litlir og saklausir lúta þeir valdi
laun munu fá þó að biðin sé löng.
Ekkert það stoðar þó móinn í maldi
meiningin foringjans aldrei er röng.

Það er náttúrulega ekki hægt að sleppa Birni Inga alveg þó hans þáttur hafi nánast fallið í skuggann af öllum hasarnum:

Sló um sig ávallt slyngur
sleipur og lúkkið var smart.
Framsóknarfatabingur
felldi þó krónprinsinn hart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ gott að hafa loksins fengið þetta staðfest.. sem maður svo sem alltaf vissi.. Sjálfstæðismenn hafa ekki HUNDSVIT Á POLITÍK.

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband