Er ég hatrömm í augum biskups?

Umræða um aðkomu kirkju að skólastarfi hefur verið áberandi undanfarna daga. Ég hafði ekki hugsað mér að blanda mér í hana þó ég sé stútfull af skoðunum um þetta mál, fannst bara svo margt sagt að ég hefði litlu við það að bæta.

Nú get ég ekki lengur orða bundist, biskupinn fyllti mælinn í dag. Hann svarar (sjá hér) opnu bréfi Siðmenntar þar sem Siðmennt hafði farið fram á afsökunarbeiðni vegna orða biskups um að samtökin væru hatrömm. Hér er valinn kafli úr svari biskups:

Félagið hefur sent bréf og yfirlýsingar, til dæmis til yfirvalda menntamála, þar sem amast er við m.a. skoðunarferðum í kirkjur, að börn séu látin „lita eða teikna trúarlegar myndir“ og „tryggt verði að greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum.“ Ýmsir talsmenn Siðmenntar hafa leyft sér þann málflutning að tala niðrandi um trú og að krefjast banns við helgileikjum og jólaguðspjalli í skólum. Ég leyfi ég mér að nota orðið „hatrammur“ um þennan málflutning.  

Um hvað snýst þessi "hatrammi" málflutningur? 

Geta ferðir sem ganga út á helgistundir þar sem börnin fara saman með bænir flokkast sem skoðunarferðir í kirkju? Er óeðlilegt að foreldrar barna utan trúfélaga og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eigi erfitt með að samþykkja að börnum þeirra sé gert að spenna greipar og biðja til Guðs sem þau ekki aðhyllast? Eru það "hatrammir" foreldrar sem biðja um að þetta sé ekki gert? Börnin eiga tvo kosti: biðja án þessa að meina það eða sitja hjá og horfa út í loftið. Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér þegar kennari og prestur líta yfir hópinn og gefa bendingu til þessara barna um að fylgjast með, þau eiga að vera virkir þátttakendur í þessum athöfnum, þær eru þess eðlis. Vill kirkjan frekar að börnin láti sem þau trúi? Er það ekki hræsni? Það væri hægt að tala um skoðunarferð ef öll börnin fylgdust með helgistund annarra, ekki ef þau eru þátttakendur.

Hvernig getur sú skoðun að "greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum" verið hatrammur málflutningur og réttlæta það að kalla samtökin "hatrömm"?

Ég minni á að þetta er haft eftir æðsta yfirmanni þjóðkirkjunnar sem kennir sig við "kristið siðgæði". Þetta er ekki bara einhver bullari á bloggsíðum.

Áfram heldur biskup:

Ég fagna því ef Siðmennt vill nú styðja kristinfræðikennslu og trúarbragðafræðslu í skólum, eins og fram kemur í opnu bréfi félagsins til mín. Það er sannarlega gleðilegt ef Siðmennt vill taka þannig höndum saman við Þjóðkirkjuna. Aldrei var brýnna en nú andspænis vaxandi fjölmenningu að efla slíka fræðsla í skólunum og að auka menntun kennara í þessum efnum. 

Þýða þessi orð að öllum trúarbrögðum skuli gert jafnhátt undir höfði? Eða merkir þetta að gera eigi kristni enn hærra undir höfði til að sporna við fjölmenningu? Ég skil ekki alveg hvað biskup er að fara. Þetta þarfnast frekari skýringa.

Ég hef lesið mikið af því námsefni sem notað er í kristinfræðikennslu. Það er mjög óljóst í því hvenær er fjallað um sögulegar staðreyndir, hvenær er verið að fjalla um bókmenntir og hvenær er verið að kenna siðfræði. Fellur þessi gagnrýni mín undir það að vera "hatrömm"? Er ég hatrömm að halda þessu fram?

Er ég hatrömm þar sem ég lýsi yfir óánægju með að börnin mín hafi árum saman komið heim með miða fyrir jól þar sem á stendur: "Allir fara saman í kirkju"? Ég vek athygli á að í þessum orðum er ekki boðið upp á val.

Hvernig má það vera að biskupinn telur það kirkjunni til framdráttar að haga málflutningi sínum með þessum hætti?

Er þetta það kristilega siðgæði sem ekki má fella út úr grunnskólalögum og setja í staðinn almenna útlistun á því siðgæði sem við flest viljum kenna okkur við? Texta um að þetta siðgæði byggist á "umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi". Hvað er það í þessum texta sem biskup getur ekki sætt sig við? Er ég hatrömm að aðhyllast þennan texta frekar en ónákvæma tilvísun um kristilegt siðgæði?

Kristin trú hefur ekki einkarétt á því að kenna sig við það sem fellur undir manngildissjónarmið, enn síður þegar forsvarsmenn hennar fara fram með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

 Siðmennt eiga þau að setja reglunar fyrir okkur ",útaf einhverju nýju fólki sem er byrjað hjá þeim í einhverjum embættum þar. Mér finnst þetta Siðmennt dæmi verlega hallarislegt.Það er ekki trúboð í skólunum það kristnifræði sem eðlilegt þar sem ísland telst en þá kristin þjóð . En Ok þeir krakkar sem hafa önnur trúarbrögð ættu þá ekki að fá Jólafrí ! það væri mikil hræsni ekki satt . að þau fengu frí .Um páska og annað .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 03:39

2 Smámynd: Jón Magnús

Johann, hvernig vaeri ad adur en thu byrjar ad tha thig um Sidmennt ad thu kynntir ther malstad theirra og hvad thau standa fyrir.  Veltu thvi einnig fyrir ther af hverju "Jol" heita ekki "Kristmessa" eins i morgum londum i kringum okkur.

Jón Magnús, 8.12.2007 kl. 17:46

3 identicon

Sael fraenka,

Hef fylgst thegjandi med ther og haft mikid gaman af! Haltu afram! Her er sama umraeda i gangi, en svium er annt um ad gera öllum til geds, helst samtimis og verda tha öfgakenndir i hina attina. Ein tillagan er ad thad se ekki bara gefid skolafri fyrir kristnar hatidir heldur fyrir allar truarhatidir theirra söfnuda sem til eru i landinu! Krakkarnir yrdu storhrifnir, en thad verdur stutt skolaar.. kanski bara eins og a thinum tima?  Önnur tillaga er ad kennslutima um truarbrögd (thad sem eftir verdur) verdi skipt nakvaemlega jafnt milli allra..

 Hvergi hef eg sed ad tilgangur thessarar kennslu se raeddur.. er thad ekki adalmalid?

 Their sem vilja ad börnin laeri örugglega retta tru (hver sem hun er) geta alltaf setja börnin i einkaskola thar sem enginn ruglar thau med thvi ad kenna theim gagnryna hugsun... eg er ekki yfir mig hrifin..

Signy (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sæl Signý, gaman að vita af þér, knús og kossar

Heldur finnst mér svíar ganga langt í jafnréttinu. Ef þetta héti og væri raunveruleg trúarbragðafræðsla þarf ekki að skipta þessu neitt upp milli barnanna, allir fengju eðlilega fræðslu sem hluta af menningarsögu, án trúboðs. Rétt eins og stjórnmál eru kynnt hlutlaust. Hvað varðar frí þá er það alger útúrsnúningur biskups og þeirra sem vilja snúa út úr að siðmennt hafi nokkru sinni nefnt að fella niður jólafrí, einungis að helgidagalögjöfin sem slík eigi ekki að setja skorður á hvenær veitingahús og afþreyingarstaðir megi vera opið.

Kristjana Bjarnadóttir, 8.12.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Orð í belg. Ég las um daginn bókina Infidel eins og "aðdáendum" bloggsíðu minnar er kunnnugt, hehe. En allavega, í Sómalíu fóru börnin í sérstakan Kóranskóla eftir almennan skóla, á kostnað foreldra sinna. Hmm... og það í landi sem múslimar voru á þeim tíma allavega alls ráðandi. Sumsé foreldrar hljóta að bera ábyrgð á trúaruppeldi barna sinna eða hvað? Ég held líka að við eigum að hlusta á þann boðskap Ayan Hirsi Ali þegar hún varar við því sem kalla má "of mikið umburðarlyndi". Það sem lýðræðisþjóðfélög á Vesturlöndum eru merkisberar fyrir, og eiga að vera áfram, er að standa vörð um manngildið. Það er síður en svo eitthvað sem tengja þarf trúarbrögðum. Hlutverk skóla er að koma áfram þessum gildum sem held ég að sé líka að finna í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, játa að ég kann hann reyndar ekki. Kristni er auðvitað samofin sögu okkar þjóðar og óhjákvæmilegt að hún komi við sögu í kennslu og helgidagatali okkar.  

Erna Bjarnadóttir, 9.12.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband