27.10.2007 | 13:39
Bloggari gerir grein fyrir afstöðu sinni
Anna bloggvinkona mín með meiru æsti upp í mér tilburði til leirburðar í gærkvöld. Hún bannaði stuðla á sinni síðu svo ég verð bara að birta þetta á minni.
Ég geri hér með grein fyrir afstöðu minni til þeirra mála sem að mínu viti bar hæst í umræðunni í seinustu viku.
Kirkjuþing og afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra
Vorrar þjóðar kirkju klerkar
af kynvillu þeir ama hafa
þeirra allir svörtu serkar
á sínum kreddum ennþá lafa
breytt 28.10.07:
Vorrar þjóðar kirkju klerkar
við kynvillu þeir amast
þeirra allir svörtu serkar
á sínum kreddum hamast
Þeir hjónur gefa í hjónuband
hjónar einnig böndin hnýta
jafnrétti á langt í land
lofa sumir aðrir sýta
Tíu litlir negrastrákar
Bókin er níðkvæði um negra
niðrandi hana ég held
Muggse eftir myndir ei fegra
margt frekar les ég um kveld
Sala áfengis í matvöruverslunum
Fá vilja í búðunum bjóra
bytturnar yfir því fagna
sitja að sumbli og þjóra
síst mun það pöblinum gagna
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Leir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2007 kl. 13:06 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert skáld. Flottar vísur..... og öllu betri en flestar, er sáust á óformlegu vísnakvöldi í gær. Mér finnst gaman að hafa stundum fáar reglur, því þá koma fleiri inn..... fólk sem hefur jafnvel aldrei ort.
Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 14:13
Þetta er í besta falli alþýðukveðskapur. Verður seint sett í skólaljóðin. Það er líka gaman að óformlegum kveðskap eins og í gærkvöld, skemmti mér vel með tölvuna á maganum, heillaði meira en leiðinlegt sjónvarpsefni. Leikur að orðum.
Kristjana Bjarnadóttir, 27.10.2007 kl. 18:04
Alveg frábær afgreiðsla á málum liðinnar viku hjá þér Búbót
Fríða Eyland, 28.10.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.