Erfðafræði fyrir 15 ára

Hvaða kröfur er eðlilegt að gera til skilnings 15 ára unglinga á erfðafræði? Hvaða kröfur gerum við til kennara þeirra? Hvaða kröfur gerum við til kennslubókanna?

Ég er með BSc próf í líffræði, MSc próf í heilbrigðisvísindum, erfðabreytileiki í genum tengdum ónæmiskerfinu og hjartasjúkdómar var viðfangsefni mastersverkefnisins. Ég vinn í Blóðbankanum við arfgerðagreiningu á vefjaflokkasameindum sem eru ákvörðuð af genum sem hafa mestan breytileika í öllu erfðamengi mannsins. 

Á mannamáli: Ég tel mig hafa góða þekkingu á erfðafræði.

Ég geri þær kröfur til námsefnis í erfðafræði fyrir 15 ára unglinga í grunnskóla að ég skilji það án mikilla erfiðleika. En ég geri það ekki. Ég þarf að marglesa kennslubókina til að skilja hvað er verið að fara.

Dæmi:

"Frá sjónarhóli efnafræðinnar má segja að starf gena sé að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða og hvernig og hvenær. Þessi tilteknu efni eru prótín. Flokkur prótína sem nefnast ensím ber ábyrgð á því að mynda litarefni augnanna sem sjálft er enn eitt prótín."

Hvar týnduð þið þræðinum? Ég gerði það í fyrstu línunni. Ég skal reyna að segja þetta á mannamáli:

"Genin geyma í sér uppskrift af próteinum sem fruman framleiðir. Próteinin eru byggingarefni líkamans."

Annað dæmi:

"Undantekning frá einföldustu erfðunum eru margfaldar genasamsætur, en þá koma fleiri en tvær genasamsætur til greina í tilteknu sæti, þótt hver einstaklingur sé aðeins með tvö gen, eitt frá hvoru foreldri".

Þetta heitir á mannamáli "breytileiki" og þýðir að margar mismunandi gerðir séu til af hverju geni.

Ég vinn við að arfgerðagreina (flokka) þau gen sem hafa mestan breytileika í genamengi mannsins, ég hef aldrei áður heyrt um "margfaldar genasamsætur".

Hvað er verið að kenna börnunum okkar? Væri ekki nær að einfalda hlutina en að gera þá flóknari en þeir raunverulega eru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miss you toooooooooooooooo.

Gaman að geta lesið um það sem ég heyri ekki lengur á kaffistofunni

Kaffihús sem fyrst...

Bylgja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Bara að hafa þetta nógu óskýrt og mikið af flottum samsettum orðum þá eru höfundar kennslubóka ánægðir, þetta er þeirra eign gloryfæing og alvöru vísindamenn gætu gert grín að þeim ef þeir væru ekki nógu háfleygir.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.10.2007 kl. 10:49

3 identicon

Ég fór einu sinni á námskeið sem átti að skýra fyrir myndlistarmönnum hvernig best væri að sækja um verkefnastyrki í sjóði, annarsvegar evrópusambandsins og hinsvegar í norrænu samstarfi. Rek þetta ekki nánar en niðurstaðan kom óþægilega á óvart: Það skiptir ekki máli hvað þú ert með góða eða frumlega hugmynd. Mestar líkur eru til að fá styrk ef umsóknin er nógu flókin í samsetningu og helst á að nota flókin samsett orð sem enginn hefur heyrt áður! Alveg satt. Ég hef aldrei sótt um.

Ásdís (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband