Tryggingafélög

Á mínu heimili hefur oft verið haft á orði að við séum tryggð fyrir öllu nema tjóni. Þegar við teljum okkur hafa orðið fyrir einhverju tjóni þá hefur tryggingafélögunum yfirleitt tekist að smjúga undan því að greiða okkur nokkuð. Sögu af svæsnasta atvikinu í þessum flokki læt ég hér fljóta:

Þannig er að dóttir mín æfir Judo. Hún hafði farið til Danmerkur í keppnisferð og slasaðist illa í keppni, fór úr olnbogalið og brotnaði. Ég er nú ýmsu vön þegar kemur að dóttur minni og slysum og fór engan veginn af taugum við þessar fréttir, gerði mér engan veginn grein fyrir alvöru málsins því þessu gat hæglega fylgt að hún næði sér aldrei að fullu. Ég hafði þó fljótlega rænu á að fletta upp á heimasíðu tryggingafélagsins sem við erum tryggð hjá hvað fælist í "F-plús fjölskyldutryggingu". Jú mikið rétt: Börn innan 16 ára aldurs eru tryggð fyrir slysum við íþróttaiðkun erlendis. Fljótlega var ljóst að kaupa þyrfti nýjan flugmiða heim, koma barninu frá Álaborg til Kaupmannahafnar og mögulega fleiri útgjaldaliðir. Ég taldi mig í góðum málum með mína fínu tryggingu. Nei, viti menn, í smáa letrinu stóð náttúrulega: "......nema fallhlífastökk og glíma". Ég reyndi í nokkra daga að trúa því að Júdo væri ekki glíma en gafst upp. Þá mundi ég að í þessari tryggingu var líka ferðatrygging sem átti að dekka nýjan flugmiða ef veikindi eða slys koma upp á ferðalögum...... Auðvitað var þarna nemaákvæði. Ekki gilti þetta fyrir börn sem ferðuðust án forráðamanna. Svona var það. Sem betur fer hefur stúlkan náð sér að mesu, þessu gat hæglega fylgt ævilöng örorka, þá hefði hún bara setið uppi með það óbætt, þrátt fyrir að við teldum okkur tryggð gegn þessu.

Mér datt þessi tryggingasaga í hug í framhaldi af færslum mínum hér á undan. Hún rifjaðist sérstaklega upp fyrir mér þar sem í dag fékk ég líklega í frysta skipti tilboð frá tryggingafélagi vegna tjóns sem ég varð fyrir hér heima hjá mér, leki frá lögnum í baðherbergi. Merkilegt nokk, tjónið fæst bætt og þar með er þessi kenning okkar hrakin; um að við séum tryggð fyrir öllu nema tjóni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best að kommenta hjá þér Kristjana mín. Flott hjá þér að byrja að blogga, ég nenni því ekki sjálf.

Tryggingar eru ótrúlegt fyrirbæri og ótrúleg smáaletursatriði sem þið hafið lent í. Það er alveg gulltryggt þó að maður fær að borga iðgjöldin.

Rósa Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband