Glæpir og fréttir

Ríkislögreglustjóri hefur áhyggjur af einkennisklæddum glæpamönnum í alþjóðlegum glæpaklíkum. Hann er upptekinn af afmarkaðri gerð einkennisbúnings, leðurklæddum vítisenglum.

Ég óttast allt annan hóp glæpamanna. Þessi hópur hefur líka einkennisbúning, sá búningur er þannig gerður að þeir geta fallið inn í hóp venjulegs fólks, þó eru þeir allir eins klæddir, jakkaföt og bindi.

Á meðan þjóðin var annað hvort áhyggjulaus í sumarfríi eða reif hár sitt og skegg yfir ESB eða ekki ESB var eignarhaldi Reykjanesbæjar í HS Orku laumað í hendur nánast gjaldþrota fyrirtæki, Geysir green energy.

Á meðan þjóðin náði vart andanum yfir Icesave samningnum var þessi sami hlutur áframseldur til erlends fyrirtækis, sama fyrirtæki er á sama tíma að kaupa hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku.

Illugi Jökulsson játar á sig í dagað hafa nánast misst af þessum gerningi í fjölmiðlafárinu sem var vegna Icesave málsins. Ég hefði haldið að Illugi fylgdist þokkalega með þjóðmálum.

Ef hann hefur misst af fréttum undanfarið, hvað þá með meðaljóna þessa lands?

Þá komum við að stóru spurningunni: Hefur þetta verið almennilega í fréttum? Fram hefur komið að fulltrúar VG og Samfylkingarinnar telja sölusamninginn vægast sagt vafasaman. Útborgunin er rýr, vextir lágir, restin eftir sjö ár. Þar að auki mun styrking krónunnar sem allir vonast eftir rýra enn meir það sem fæst út úr þessu.

Samningurinn var birtur í dag og hef ég ekki þekkingu til að meta hann. En það vakti athygli mína að þetta mál taldist ekki fréttmætt að mati fréttastofu Stöðvar 2.

Segir það að mínu mati margt um fréttamat fjölmiðla hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband