Að kyrkja lambið

Fréttir undanfarinna daga hafa svo sannarlega vakið mig upp af værum blundi. Auðlindasalan sem virðist vera að eiga sér stað á Suðurnesjunum fær hárin á mér til að rísa.

Enn á ný voru hugsanir mínar vaktar og ég ákvað að kynna mér betur hvað væri í gangi varðandi söluna á HS-Orku. Lára Hanna Einarsdóttir hefur safnað gríðarlega miklu efni og á síðunni hennar er hægt að finna mikið fréttaefni tengt þessum gerningi.

Ekki get ég sagt að ég hafi náð skilningi á hvað þar er í gangi en svo mikið er víst að grunsemdir mínar um að þar sé ekki allt sem sýnist, hafa vaknað. Greinin hér að neðan birtist í DV í byrjun júlí og vakti áhuga minn (smellið á myndina þar til læsileg stærð fæst):

dv_090703_sala_hs_orku_874848

Að ofurskuldsett fyrirtæki eins og GGE virðist vera, skuli hafa getað keypt hlut í HS Orku er mér óskiljanlegt.

Nokkru síðar birti DV umfjöllun um tengsl Geysis Green Energy og S-hópsins svonefnda. sjá hér:

090710_dv_s-hopurinn_fer_me_vold_i_geysi_green

Við lestur þessarar greinar kom upp í hugan frasinn "The usual suspects".

Í júlí framseldi Reykjanesbær hlut sinn í HS orku til GGE. Þá voru landsmenn með hugann við sitt sumarfrí og stjórnmálaumræðan snerist um ESB eða ekki ESB. Því hafa þessar fréttir vafalaust farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum.

Nú er ágúst. Allir með hugann við Icesave málið. Þá var lag til að framkvæma annan þátt í gerningnum, GGE selur 10% af hlut sínum í HS Orku til Magma energy. Á sama tíma gerir Magma energy tilboð í hlut HS Orku sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkeppnisyfirvöld hafa úrsurðað að OR sé ekki heimilt að eiga þennan hlut og er því OR tilneydd til að selja. 

Og hvað skyldi svo þetta Magma energy vera? Látið er líta út fyrir að um sé að ræða erlent stórfyrirtæki í orkuiðnaði en reyndin er önnur. Þetta er nýlegt fyrirtæki sem enn hefur ekki skilað inn neinum tekjum að því mér skilst. Kjörin sem fyrirtækið fer fram á í kaupunum er lítið borgað út, lágir vextir og restin eftir 7 ár.

Þetta á að heita erlent fjármagn inn í landið. Og forsvarsmenn í atvinnulífinu kætast, sbr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sl. föstudag.

Vissulega vantar okkur erlent fjármagn inn í landið en það er bara svo að sumt í þessu lífi er ekki til sölu. Við gætum svo sannarlega selt:

  • Börnin okkar í ánauð
  • Konur erlendum auðmönnum blíðu sína
  • Auðlindir

En ekkert af þessu er til sölu. Hversu illa sem við erum stödd.

hs-logo

 

Þegar ég horfi á merki HS-Orku finnst mér eins og verið sé að kyrkja Íslandslambið okkar.

Dæmi hver fyrir sig.

 

Fyrir þá sem vilja kynna sér meira af efni þessu tengt þá bendi ég sérstaklega á eftirfarandi:

Pistill Bjargar Evu Erlendsdóttur og linkar á eldri umfjallanir Láru Hönnu 

Nýlega umfjöllun Láru Hönnu og samanklipptar fréttir úr ljósvakamiðlum

Svikamyllan á Suðurnesjum, Lára Hanna og grein Guðbrands Einarssonar í Víkurfréttum

http://icelandtalks.net/?p=643

http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/937113/ glæný og góð samantekt um helstu persónur og leikendur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband