Vantraust og óþol

Þessa dagana treysti ég litlu af því sem sagt er.

Einn segir Icesave stórvarasamt framsal á fullveldi......

Annar segir að ákvæði samningsins séu alvanaleg í slíkum lánasamningum.....

Maður skyldi ætla að það sé ekki flókið að skera úr um slíkt, að menn eigi ekki að halda því fram að þarna sé um óeðlilegar veðsetningar að ræða, mögulegt framsal á þjóðargersemum, ef alþjóðasamningar komi í veg fyrir að svo sé.

Ég óttast að populistar Íslands notfæri sér ástandið til að þeyta upp moldviðri til að veikja ríkisstjórnina. Notfæri sér þessa ömurlegu stöðu sem fyrri stjórnvöld, gráðugir bankamenn og vanhæfar eftirlitsstofnanir komu okkur í, til að æsa fólk upp. Gera út á tilfinningasemi fólks, skapa ólgu.

Það er alltaf nauðsynlegt að veita málefnalega stjórnarandstöðu. En að skapa ólgu meðal fólks bara til að gera stjórnvöldum erfitt fyrir á ekkert skylt við málefni.

Hvaða stjórnmálaflokkur var við völd þegar Íslendingar skrifuðu undir að við ætluðum að leysa þetta Icesave með samningum?

Hvað veldur sinnaskiptum þessa flokks?

Er bara hægt að hlaupast undan slíkri undirskrift og láta eins og hún komi okkur ekki við?

Ég þoli ekki Sjálfstæðisflokkinn...........kom það einhverjum á óvart?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir:

"Ég óttast að populistar Íslands notfæri sér ástandið til að þeyta upp moldviðri til að veikja ríkisstjórnina."

Ég óttast að ríkisstjórn Íslands vilji með Icesave samningum ná sér niður á Sjálfstæðisflokknum til þess að geta sagt "sjáiði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skildi við"

Ég óttast að Icesave samningurinn sé dýrasta hatursaðgerð Íslandssögunnar.

Þessi setning þín fer einnig fyrir brjóstið á mér:

"Það er alltaf nauðsynlegt að veita málefnalega stjórnarandstöðu. En að skapa ólgu meðal fólks bara til að gera stjórnvöldum erfitt fyrir á ekkert skylt við málefni. "

Heldur þú að mótmæli fólks á Austurvelli í svokallaðri búsáhaldabyltingu meðal annars með því að krefjast kosninga hafi gert þáverandi stjórnvöldum auðvelt fyrir?

Gerðu t.d. kosningar stöðu mála betri fyrir almenning og heimili í landinu? Fór ekki einmitt mikilvægur tími til spillis í flokksþing, prófkjör, kosningabaráttu og ríkisstjórnarmyndun þegar hægt hefði verið að vinna að lausnum á vandanum?  Vanda sem vex með degi hverjum og verður sífellt meira yfirþyrmandi og almenningur, venjulegt fólk sem engan þátt tók í græðginni og góðærinu á orðið enn erfiðara en áður með að ná endum saman.

Ertu á þeirri skoðun að málflutningur Jóhönnu, Steingríms og allra hinna núverandi stjórnarþingmanna þegar þau voru í stjórnarandstöðu hafi bara verið til að skapa ólgu til að gera stjórnvöldum erfitt fyrir?

Eða á stjórnarandstaðan bara að þegja þegar það hentar þér og kokgleypa allt af því að stjórnvöld þurfa vinnufrið?

Helga (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Helga

Ég eins og flestir Íslendingar er algerlega ráðvillt í afstöðu minni í þessu Icesave máli. Mér er hins vegar algerlega ómögulegt að skilja sinnaskipti Sjálfstæðismanna sem skrifuðu upp á það í haust og vetur að okkur bæri að greiða þetta en fara nú algerlega af límingunum yfir þessu.

Ég fer ekki fram á það að öllu sé kokgleypt einvörðungu til að stjórnvöld fái vinnufrið, ég fer hins vegar fram á að stjórnmálamenn séu samkvæmir sjálfum sér og því sem þeir sögðu fyrir nokkrum mánuðum.

Þú segir: 

Ég óttast að ríkisstjórn Íslands vilji með Icesave samningum ná sér niður á Sjálfstæðisflokknum til þess að geta sagt "sjáiði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skildi við"

Ég óttast að Icesave samningurinn sé dýrasta hatursaðgerð Íslandssögunnar.

Ertu í alvöru að meina þetta? Dettur þér í hug að núverandi stjórnvöld hneppi okkur í skuldafangelsi vegna haturs á Sjálfstæðismönnum?

Ég er orðlaus gagnvart svona röksemdum.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.6.2009 kl. 23:22

3 identicon

Hvað á maður að halda?

Það kemur hver lögfræðingurinn á fætur öðrum og varar við þessu. Ríkisstjórnin hlustar ekki á fólk eins og lagaprófessorana Sigurð Líndal, Stefán Má Stefánsson og Herdís Þorvaldsdóttur og lögmennina Magnús Thoroddsen, Jón Steinar og Lárus Blöndal. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér en ég endurtek hvað á maður að halda? Ríkisstjórnin vill ekkert skoða aðrar leiðir en hneppa okkur í skuldafangelsi. Vilja ekki einu sinni fara með málið fyrir dómstóla.

Helga (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Kristjana.

Sigrún Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband