Ég skil ekki Sjálfstæðismenn

Afstaða Sjálfstæðismanna til Icesave samkomulagsins vekur sífellt meiri furðu mína.

Ef Íslendingar töldu vitlegt og fært að fara með málið fyrir dómsstóla þá átti að gera það strax eftir hrun. Þáverandi stjórnvöld fullvissuðu Breta og Hollendinga fyrir hrun að innistæðurnar væru tryggðar. Eftir hrun skrifuðu íslensk stjórnvöld undir að við ætluðum að standa við það og semja um þetta. Um þetta virtust Sjálfstæðismenn á þessum tíma sannfærðir.

Ég var strax í haust með hroll yfir þessu máli. Engan vegin viss um hvað bæri að gera.

En yfirlýsingar og undirskriftir frá því í haust setja okkur ákveðnar skorður. Við hlaupumst ekki svo auðveldlega frá þeim.

Nú hefur Gauti Eggertsson rifjað upp frétt á BBC frá því 4. október að því að mér sýnist. Þar er viðtal við Tryggva Þór Herbertsson þáverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar...........nú þingmann Sjálfstæðisflokksins. Í frétt BBC kemur þetta fram:

The first 20,000 euros of that comes from the Icelandic compensation scheme, with the balance coming from the scheme in the UK.

Tryggvi Herbertsson said, despite its economic problems, the Icelandic government would honour that commitment if a bank did get into trouble.

"We are not in that kind of difficulty.

"We are part of the European directive on deposit insurance and we are bound by international law."

Svo mörg voru þau orð efnahagsráðgjafa forsætisráðherra.

Hefur þingmaðurinn eitthvað allt annað um þetta mál að segja nú?

Enn og aftur, ég fer fram á að stjórnmálamenn séu sjálfum sér og fyrri yfirlýsingum samkvæmir.

Afstaða Vinstri Grænna er skiljanleg, þeir voru strax í haust mótfallnir því að við sem þjóð bærum ábyrgð á þessu. Afstaða Steingríms J. er einnig skiljanleg, hann var mótfallinn þessu í haust en skilur að við hlaupumst ekki svo glatt frá yfirlýsingum fyrri ríkisstjórnar.

Ég skil ekki Sjálfstæðismenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband