2.6.2009 | 23:42
Kvöldganga á Móskarðshnjúka
Í dag er þriðjudagur og þá stendur Hugrún göngufélagi minn, fyrir kvöldgöngum. Í kvöld var ferðinni heitið á Móskarðshnjúka.
Þó gangan í gær hafi verið löng og stíf var skrokkurinn bara í fínu formi og því ekkert til fyrirstöðu að skella sér. Örlítið fann ég í aftanverðum lærunum að ég hefði tekið á í gær en mér til mikillar ánægju þá truflaði það uppgönguna ekkert.
Það er óhætt að segja að æfingar seinustu vikur hafi skilað sér og var ég semsagt bara í góðu formi og naut kvöldgöngunnar.
Með mér á myndinni eru göngufélagar mínir Ragnheiður og Bestla.
Fleiri myndir sjá hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt 3.6.2009 kl. 00:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.