Æfing dagsins

Veðrið í dag kallaði ekki á miklar fjallgöngur og þar sem ég tel hlaupin ekki mega vera alls ráðandi í æfingaprógramminu þá tók ég inniæfingar í morgun.

Fyrst 30 mín á skíðavél, 30 mín í tækjasal og síðan 30 mín á stigvél. Sú vél líkir eftir því að maður gangi upp tröppur eða fjall, hvert skref er mjúkt og reynir lítið á hné.

Þar sem ég tel daglegar þyngdarmælingar lítið marktækar og frekar óáhugaverðar birti ég hér eftir aðeins vikulegt yfirlit. Nú er liðin vika frá því ég tók andköf á baðvigtinni og breytingin er -2,1kg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kristjana mín.

Ég verð eiginlega meira "þunglynd" yfir þessum hreyfingarfærslum og útivistarfærslum en þeim pólitísku. Krafturinn í þér!!!! Sjálf kann ég ekki á svona göngur og á ekki útbúnað né annað sem tilheyrir

Gangi þér sem allra best 

Bylgja (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Svona, svona Bylgja mín. Nú þurfum við bara að finni heppilegt fjall eða hól og skondra saman í eftirmiðdags- eða kvöldgöngu.

Nú rignir eldi og brennisteini, á mánudögum á að hlaupa langt. Ég get lofað þér því að ég nenni ómögulega. Ég bara get ekki skrifað færslu á eftir um að ég hafi valið rúmið. Ég verð að fara!

Kristjana Bjarnadóttir, 11.5.2009 kl. 17:00

3 identicon

Ég bíð spennt og þigg gjarnan fylgdarkonu upp hól eða fjall

Bylgja (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband