Ég treysti félagshyggju- og jafnaðarmönnum best

Það er algerlega á tæru að ég fagna nýrri ríkisstjórn. Þetta stjórnarmynstur er það sem mig og fleiri hefur dreymt um en ekki þorað að vona að gæti orðið að veruleika.

Ég hins vegar vara við bjartsýni. Þeir sem líta á þessa ríkisstjórn sem lausn á okkar vandamálum og að nú muni bjartir tímar vera framundan, þeir munu verða fyrir vonbrigðum.

Heimanmundur þessarar ríkisstjórnar er enginn. Hennar verkefni er niðurskurður og aðhald. Margir munu spyrja hvar merkin um félagshyggju verði þegar litið verður á þessar aðgerðir. Nú þegar gætir vonbrigða hjá mörgum vegna aðgerða til aðstoðar heimilanna í landinu.

Félagshyggju- og jafnaðarstefna snýst ekki um að veita öllum sömu ívilnun. Hún snýst um það að jafna aðstöðu fólks og aðstoða þá sem þurfa en ekki flatt yfir línuna.

Ég finn ekki til öfundar gagnvart þeim sem fá auknar vaxtabætur eða barnabætur. Ég þarf ekki þessa aðstoð.

Takmörkuðum fjármunum okkar þarf að ráðstafa til þeirra sem þess þurfa. Til þess treysti ég vinstri mönnum betur en þeim hægri.

Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og vinnufriðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr!

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband