Leikhús fáránleikans

Fréttir um risagreiðslur FL group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins setja atburði liðinna mánaða í nýtt samhengi. Vissulega grunaði mig að sterkt samband væri milli ýmissa fyrirtækja og Flokksins en stærðargráða upphæðanna er slík að ekki er lengur hægt að tala um styrki.

Stærðargráðan er slík að hún þoldi ekki dagsljósið. Það eitt gaf þessum fyrirtækjum tangarhald á Flokknum, tangarhald sem gerði það að verkum að ógnin um að ljóstrað yrði upp um greiðslurnar gerði Flokknum ókleift að gera nokkuð gegn hagsmunum þessara fyrirtækja.

Þess vegna heita svona greiðslur MÚTUR.

Það að flokkurinn reyni nú að segja okkur að einn maður beri ábyrgð á þessum greiðslum og að öðrum innan flokksins hafi ekki verið kunnugt um þetta er aumt yfirklór. Sérstaklega ef hugað er að því að framkvæmdastjóri flokksins var á þessum tíma varaformaður bankaráðs Landsbankans. Sá maður hefur verið illasofandi í vinnunni á báðum stöðum og ekki sinnt skyldu sinni eða að freklega hafi verið gengið fram hjá honum.

Enn erum við stödd í leikhúsi fáránleikans á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband